Stefán Eiríksson útvarpsstjóri: „Grunar að málfarsráðunautur RÚV sé alveg low key í nettu áfalli“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri RÚV tísti: „Grunar að málfarsráðunautur RÚV sé alveg low key í nettu áfalli. Er alveg samt slay enn þá #vikan.“

En Patrekur Jaime, raunveruleikastjarna, var einn af gestum sjónvarpsþáttarins Vikan með Gísla Marteini á RÚV síðastliðið föstudagskvöld og notaði hann vægast sagt mörg slanguryrði í þættinum.

Hinir gestir Vikunnar voru félags- og barnamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason og leikkonan Anna Svava Knútsdóttir. Fengu þau ásamt fólkinu heima í stofu stutta tungumálakennslu frá Patreki þegar Anna Svava spurði hann hvað „low key“ þýddi.

„Það er bara svona smá en samt ekki, fattaru?“ Sagði Patrekur.

„Jaaá svona ertu í glasi? Low key,“ sagði Anna Svava, strax búin að ná tökum á nýja slangrinu.

„Já svona ertu drunk? Low key,“ svaraði Patrekur þá.

Þegar langt er liðið á þáttinn segir Anna Svava: „Low key er bara annað hvert orð hérna.“ En óhætt er að segja að það hafi ansi oft verið notað í settinu þetta kvöld, sömuleiðis „slay.“ En ekki kom fram þýðing á því orði í þættinum.

Karl nokkur tísti: „Patrekur Jaime á eftir að sletta svo mikið að það verður kölluð út aukavakt á hjartadeild Landspítalans fyrir gamla skólann.“

Ekki er vitað hvort aukavaktin var kölluð út en líklegt þykir að þátturinn verði textaður fyrir endursýningu.

 

 

 

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -