Stefánsbúð/p3 selur boli til styrktar Kvennaathvarfinu

Deila

- Auglýsing -

Katharine Hamnett og Stefánsbúð/p3 hönnuðu í fyrra bol í sameiningu með boðskap sem stendur hjarta þeirra nærri. Bolirnir vorur hannaðir fyrir Hönnunarmars og núna eru þeir endurprentaðir í takmörkuðu upplagi til styrktar góðu málefni.

 

„Okkur langaði að leggja okkar af mörkum í þessu ástandi sem gengur yfir okkur núna og það hafði mikil áhrif á okkur þessi mikla aukning á heimilisofbeldi sem ástandið hefur skapað og ákváðum við því að styrkja Kvennaathvarfið,” segir Stefán Svan Aðalheiðarson, eigandi Stefánsbúðar/p3.

„Við hjá Stefánsbúð/p3 fengum leyfi til að endurprenta bolina í mjög takmörkuðu upplagi, en þeir voru hannaðir og seldir í fyrra, þá líka í mjög takmörkuðu upplagi, með það fyrir augunum að selja þá til styrktar góðu málefni.”

Bolirnir koma 16.900 krónur og koma í sölu í dag í Stefánsbúð/p3, Laugavegi 7.

Sjá einnig: „Fátt leiðinlegra en þegar allir eru eins“

- Advertisement -

Athugasemdir