Steinar Fjeldsted nýr verkefnastjóri Músíktilrauna

Deila

- Auglýsing -

Steinar Fjeldsted er genginn til liðs við tónlistarhátíðina Músiktiraunir og gegnir hann hlutverki verkefnastjóra ásamt Unni Sesselíu Ólafsdóttur. Steinar er enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist en hann er einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar Quarashi og í dag á hann og rekur tónlistarmiðilinn Albumm.is.

 

„Ég er að sjálfsögðu búinn að fylgjast lengi með Músiktilraununum og finnst frábært að vera kominn þar inn. Þetta er svo frábær stökkpallur fyrir ungt og efnilegt tónlistarfólk og það er eitthvað sem Ísland á nóg af. Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni,” segir Steinar.

Steinar Fjeldsted og Unnur Sesselía Ólafsdóttir verkefnastjórar Músíktilrauna.

Tónlistarhátíðin Músíktilraunir á sér yfir 30 ára sögu en fyrstu tilraunirnar fóru fram árið 1982. Músíktilraunirnar veita frábært tækifæri til þess að fylgjast með grasrótinni í íslensku tónlistarlífi og hafa hljómsveitir á borð við Of Monsters and Men, Samaris, Vök og Between Mountains borið sigur úr bítum undanfarin ár.

Músiktilrauninrnar standa yfir í fimm daga, dagana 21. – 24. mars og svo sjálft úrslitakvöldið 28. mars. Skráning hefst 21. febrúar og stendur til 2. ars. Hægt er að sækja um á vef Músíktilrauna.

Atli og Berglind í Stúdíó Rafstöðin í Hinu Húsinu.

Hitt Húsið, sem rekur Músiktilraunirnar, vinnur mjög fjölbreytt starf fyrir ungt fólk en í húsakynnum þeirra að Rafstöðvarvegi 7-9 er komið glænýtt stúdíó semm öllum býðst til að nota að kostnaðarlausu. Þar eru heimsklassa upptökugræjur, synthar og allt sem til þarf að taka upp og semja sína eigin tónlist. Hægt er að Bóka stúdíóið með að senda póst á [email protected].

 

 

 

 

- Advertisement -

Athugasemdir