2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Steindi jr. er byrjaður að hlaupa: Hvað ætlar þú að gera?

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram 22. ágúst, en hlaupið er fyrir löngu orðið fastur liður í sumardagskrá Reykjavíkurborgar.

   

  Auglýsing hlaupsins hefur nú verið frumsýnd, en Steindi jr. leikur aðalhlutverk í henni.

  Ný Reykjavíkurmaraþonauglýsing Íslandsbanka lítur nú dagsins ljós en maraþonið er stærsta góðgerðarsöfnun landsins. Í fyrra söfnuðust 167 milljónir sem runnu óskiptar til góðgerðarfélaga en frá því Hlaupastyrkur fór í loftið árið 2006 hafa alls safnast yfir 990 milljónir, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

  AUGLÝSING


  Auglýsingin í ár er skrifuð og framleidd af Íslandsbanka og framleiðslufyrirtækinu Purki en leikstjórn var í höndum Hannesar Þórs Halldórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu. Áherslan í ár er á söfnunina en það geta allir tekið þátt með því að safna fyrir góðgerðarfélag eða heita á hlaupara. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram 22. ágúst næstkomandi en verður með breyttu sniði að teknu tilliti til fyrirhugaðra afléttinga á samkomubanni. Breytingar á fyrirkomulagi hlaupsins voru unnar í samstarfi við Almannavarnir.

  Hægt er að heita á maraþonhlauparana á hlaupastyrkur.is og styrkja þar með gott málefni.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum