Steinþór Hróar Steinþórsson, Steindi, leikari með meiru, og Sigrún Sigurðardóttir, snyrti-og förðunarfræðingur, hafa sett raðhús sitt í Mosfellsbæ á sölu.
Húsið er 110,7 og var byggt 1986. Húsið samanstendur af stofu, tveimur svefnherbergjum, eldhúsi, baðherbergi, þvottahúsi og sólstofu. Risloft er og þar er stórt herbergi og geymsla.
„Jæja, þá er elsku Víðiteigurinn farinn á sölu. Ég mun kveðja þetta hús með miklum söknuði, hér hefur verið yndislegt að búa síðustu ár en kominn tími til að stækka við sig þar sem Sigrún hættir ekki að væla um fleiri krakka (djók, við erum hætt) við lofuðum nágrönnum okkar að aðeins gott fólk kæmi til greina. Það er best að búa í Mosó,“ skrifar Steindi á Facebook.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.