Stólpagrín gert að brúði fyrir að gifta sig í gylltum CROCS

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Brúðkaupsdagurinn er í hugum margra brúðhjóna mikilvægur dagur, og oft er engu til sparað hvort sem pör velja að gifta sig í kirkju, hjá sýslumanni eða annars staðar. Þó að athöfnin og veislan sé ekki vegleg, þá klæðir fólk sig í sitt fínasta púss.

Brúður í Bretlandi þykir ekki hafa verið smart á brúðkaupsdaginn og hefur verið gert stólpagrín að henni fyrir brúðarskóna sem hún valdi sér: gyllta CROCS skó.

Myndum af henni var dreift á samfélagsmiðlum í Bretlandi, og þótti mörgum skófatnaðurinn hræðilegur. Myndum var meðal annars deilt í Facebook-hópinn That´s it, I´m Wedding Shaming, sem má útleggja á íslensku sem Nóg komið, ég ætla að brúðkaupssmána. Og það eru ekki bara skórnir sem pirra fólk, heldur einnig staðsetningin sem hjónin völdu fyrir myndatökuna.

Mynd / Facebook

„Þetta par eru skólafélagar mínir og þau hafa verið kærustupar síðan í gaggó,“ segir sá sem deilid færslunni upphaflega. „Ég skil að þau vilji kannski vísa til þess [skólans] með myndatökunni, en mér finnst þessar myndir (sérstaklega þær með læstu skápunum) fara yfir strikið.

Já og skórnir hennar líka. Crocs eru kannski þægilegir, en eru ekki fyrir brúðkaup.“

Mynd / Facebook

Ein kona skrifar: „Kærastinn minn og ég erum kærustupar síðan í gaggó og ég myndi ekki láta ná mér DAUÐRI í þeim skóla. Sérstaklega ekki í brúðarkjól.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Hannes og Karen Ósk nýtt par

Hann­es Stein­dórs­son, fast­eigna­sali og einn eigenda Lind fast­eigna­sölu og Karen Ósk Þorsteinsdóttir, flugfreyja og naglasérfræðingur, eru nýtt...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -