• Orðrómur

Stóri plokkdagurinn er framundan, vertu með!: Aldrei meiri þörf á grímulausum áróðri

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Stóri plokkdagurinn er sannarlega orðinn einn af vorboðunum á Íslandi. Fyrst kemur lóan, svo plokkið og svo hreinna land. Stóri plokkdagurinn fer í ár fram 24. apríl.

Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú hafa verið ötulir stuðningsmenn plokksins. Þessi mynd var tekin af þeim við setningu Stóra plokkdagsins í fyrra þar sem þau tóku að sjálfsögðu fullan þátt.
Mynd / Mummi Lú

Plokk á Íslandi heldur út virkum hópi á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem um sjö þúsund meðlimir deila myndum af sínu plokki og sinni útivist. Þar er plokktímabilið 2021 sannarlega hafið. Þrátt fyrir samkomubann í fyrra tókst dagurinn frábærlega og nú er unnið að skipulagi plokks um allt land þennan síðasta laugardag aprílmánaðar.

- Auglýsing -

Gerður er rödd Stóra plokkdagsins. Einar Bárðarson einn af upphafsmönnum Plokks á Íslandi og Gerður G. Bjarklind, þula allra landsmanna, en hún er ötull plokkari og er rödd Plokk dagsins 2021.
Mynd / Mummi Lú

Grímulaust umhverfi
„Það er gaman að því að eftir að ný lög um plastpoka tóku gildi þá sjá plokkarar breytingu í umhverfinu til hins betra hvað það varðar. Stóra iðnaðarplastið er þó ennþá alltof áberandi í umhverfinu okkar og þegar grímu- og hanskanotkun varð almennari sem vopn í baráttunni við Covid hefur hvort tveggja hrannast upp í umhverfinu okkar. Þess vegna tileinkum við Stóra plokkdaginn í ár Grímulausum áróðri,“ segir Gunnella Hólmarsdóttir, verkefnisstjóri Stóra plokkdagsins í ár.

Guðmundur Guðbrandsson umhverfisráðherra er virkur plokkari og lætur sitt ekki eftir liggja. Nýjar reglugerðir um plastpoka hafa haft gríðarlega jákvæð áhrif á borgarlandið segja plokkarar. Hér er ráðherrann að plokka við Landsspítalann í Fossvogi í fyrra á Stóra plokkdeginum.

- Auglýsing -

Smærri samkoma í samkomubanni
Samkomubann er alveg upplagt til þess að plokka því það er frábær útivera og hreyfing um leið og við finnum fyrir tilgangi, sjáum árangur, eflum núvitund og gerum umhverfinu og samfélaginu okkar gott. Plokkið kostar ekkert og kallar ekki á nein tæki nema ruslapoka. Allsstaðar um landið eru öflugustu plokkararnir okkar þó löngu byrjaðir og hægt er að fylgjast með afrekum þeirra í þágu umhverfisins og samfélagsins á Facebook-síðu Plokk á Íslandi.


Þessi ungi garðbæingur gat ekki horft upp á forsetahjónin ein að plokka og slóst í hópinn með þeim og lét sitt ekki eftir liggja 2019.
Mynd / Arnold Björnsson

Plokkum í samkomubanni
– Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
– Einstaklingsmiðað
– Hver á sínum hraða
– Hver ræður sínum tíma
– Frábært fyrir umhverfið
– Fegrar nærsamfélagið
– Öðrum góð fyrirmynd

- Auglýsing -

Plokktrixin í bókinni
1. Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
2. Stofna viðburð eða tengja sig inn á stofnaðan viðburð.
3. Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng.
4. Klæða sig eftir aðstæðum.
5. Virða samkomubannið og gæta að tveggja metra reglunni.
6. Koma afrakstrinum á viðeigandi stofnun.
7. Hringja eða senda tölvupóst á sveitarfélagið sitt og láta sækja ef magnið er mikið.
8. Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -