2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Strákarnir okkar: Stórstjörnur á skjánum

  Íslenskir leikarar eru orðnir meira en heimilisvinir á sjónvarpsskjánum, margir þeirra eru orðnir heimsvinir og leika í hverri erlendu sjónvarpsþáttaröðinni á fætur annarri. Hvað er meira kósí en að sitja yfir sjónvarpinu með popp og kók og kunnuglegt íslenskt andlit birtist á skjánum? Hér ætlum við að rúlla yfir það helsta hjá nokkrum af íslensku strákunum okkar sem eru að gera það gott í erlendum sjónvarpsþáttaröðum.

   

  Sjá einnig: Stelpurnar okkar: Skína skært á skjánum

  Mynd / Björn og Jodhi Tania May í The Witcher

  Björn Hlynur Haraldsson (45): Boðberi laga og reglu
  Björn leikur konunginn Eist Tuirseach í fantasíuþáttunum The Witcher frá 2019 sem finna má á Netflix. Björn brá sér hins vegar í lögreglubúning í þremur þáttaröðum bresku Fortitude, þar sem hann lék norska lögreglumanninn Eric Odegard.

  AUGLÝSING


   

  Mynd / Darri og Charlotte Rampling í Dexter

  Darri Ingólfsson (45): Dexter-raðmorðinginn
  Darri hefur leikið í hverri þáttaröðinni á fætur annarri og hin margvíslegu hlutverk. Hann brá sér í hugarheim raðmorðingja í Dexter árið 2013 og aftur árið 2015 í Criminal Minds. Í The Originals 2017 var hann hins vegar galdramaður.

   

  Mynd / Gísli Örn og meðleikarar í Beowulf

  Gísli Örn Garðarsson (46): Goðið
  Gísli Örn leikur í splunkunýjum norskum þáttum, Ragnarrok, sem koma á Netflix 31. janúar. Þar leikur hann goðið Viðar, son Óðins, en þættirnir fjalla um norrænt goð sem hefur endurholdgast sem táningur í nútímanum og gerast þættirnir að miklu leyti í norskum framhaldsskóla. Í norsku One Night frá árinu 2018, sem fjalla um par sem fer á blint stefnumót í Ósló, lék hann í enskri útgáfu þáttanna. Árið 2016 lék Gísli Örn Breca, félaga Beowulf, í breskum þáttum sem byggðir voru á Bjólfskviðu.

   

  Mynd / Guðmundur Ingi í The Witcher

  Guðmundur Ingi Þorvaldsson (46 ára): Galdramaðurinn
  Guðmundur Ingi leikur hlutverk galdramannsins Remus í The Witcher. Honum brá fyrir í einum þætti af Fortitude og í lok mars munu The Valhalla Murders (Brot) verða aðgengilegir á Netflix, þar sem Guðmundur Ingi leikur glæpamanninn Andrés.

   

  Mynd / Jóhann í Arctic Circle

  Jóhann G. Jóhannsson (48): Jens hermaður
  Jói lék hafnarstjórann Axel Fersen í Fortitude, Íslendinginn og olíuborpallsmanninn Viðar í sænsku spennuþáttaröðinni RIG45 árið 2018 og sama ár hermanninn Jens Mathiesen í finnsk/þýsku Arctic Circle. Nú má horfa á Jóa á Stöð 2 í The Dark Materials sem gerðir eru eftir verðlaunabókum Phillip Pullman. Þar leikur Jói og talar fyrir Iofur Raknison, konung bjarnanna.

  Mynd / Jóhannes í Origins

  Jóhannes Haukur Jóhannesson (39): Jötunn til verka
  Jóhannes lék Lem Lemoncloak, meðlim ribbaldagengisins Brotherhood Without Banners, í Games of Thrones árið 2015, Steinar í bresku ofurnáttúrulegu The Innocents árið 2018, sem aðgengilegir eru á Netflix, og sama ár Eric Carlsson í vísindatryllinum Origins. Jóhannes leikur Kalv Torbjørnsson í norsku Fremvandrerne/Beforeigners, sem eru á HBO, en þeir eru nýstárleg blanda af vísindaskáldskap, náttúrulífssjónvarpi og gamanþáttum. Næst sjáum við hann í Netflix þáttunum Cursed.

  Mynd / Ólafur Darri og meðleikarar hans í NOS4A2

  Ólafur Darri Ólafsson (46): Ótal gervi
  Ólafur Darri lék húsvörðinn Bing Partridge í fantasíuhrollvekjunni NOS4A2, sem gerðir eru eftir samnefndri bók Joe Hill (sonur spennusagnakonungsins Stephen King), honum brá fyrir í einum þætti í læknadramanu New Amsterdam, sem húsvörður aftur. Í fantasíunni Emerald City lék hann töframanninn Ojo og í The Widow lék hann Ariel Helgason, blindan Íslending sem leitar sér lækninga. Hér er aðeins árið 2019 að hluta upptalið hjá Ólafi, sem lauk með að hann talaði inn á fyrir The Archer í The Dark Crystal: Age of Resistance, költ meistaraþætti úr smiðju Prúðuleikarapabbans Jim Hensons, en þættirnir eru á Netflix.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum