• Orðrómur

Sturla Atlas og Ebba Katrín verða þekktasta par sögunnar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sigurbjartur Sturla Atlason, eða Sturla Atlas, mun fara með hlutverk Rómeó í uppsetningu á Rómeó og Júlíu á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Áður var tilkynnt að Ebba Katrín Finnsdóttir mun fara með hlutverk Júlíu.

 

Þorleifur Örn Arnarson mun leikstýra, en frumsýning verður í mars 2021.

100 sóttu um hlutverk Rómeó og var 14 á aldrinum 20-30 ára boðið í leikprufur. Sturla Atlas er lærður leikari, lék í fjölda barnasýninga í Þjóðleikhúsinu á grunnskólaaldri, en hefur leikið í Ófærð 2 og Lof mér að falla, svo nýrri hlutverk séu nefnd.

- Auglýsing -

Sturla Atlas er ekki síður þekktur sem einn vinsælasti tónlistarmaður landsins, hann var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaunum árið 2016 og nýlega kom út platan Paranoia.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -