Styrmir selur Sigvaldaperluna

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Styrm­ir Þór Braga­son, eigandi Arctic Adventure og fyrrum forstjóri MP banka, hefur sett einbýlishús sitt við Sigluvog á sölu.

Húsið er 241,7 fm byggt árið 1960 og samanstendur af stofu, borðstofu, sjónvarpsstofu, fimm svefnherbergjum, eldhúsi, þremur baðherbergjum og bílskúr.

Húsið og innréttingar eru hannaðar af Sigvalda Thordarsyni, og hefur verið vandað til viðhalds og endurbóta hússins með tilliti til upprunalegrar hönnunar hússins.

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Sigvaldi var afkastamikill arkitekt á stuttri starfsævi, en hann lést 1964, 52 ára að aldri. Eftir hann standa margar þekktar byggingar, jafnt einbýlishús, fjölbýli, skólar, hotel og virkjanir. Sigvaldalitirnir auðkenna oft húsin, gulur og blár með hvítu, Á meðal nokkurra Sigvaldahúsa má nefna hús Máls og menningar á Laugavegi, Kvennaheimilið Hallveigarstaði og Skuggasund 1, þar sem Umhverfis- og auðlindaráðuneytið er til húsa.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -