Svali sáttur í Santa Cruz: „Góð blanda af öllu virkar bara fínt fyrir mig“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sigvaldi Kaldalóns fyrrum útvarpsmaður flutti fyrir tæpum tveimur árum með fjölskyldu sinni til Tenerife. Þar una þau hag sínum vel og hefur Svali meðal annars stofnað fyrirtækið Tenerifeferðir þar sem hann býður upp á alls konar ferðir um eyjuna: hjólandi, hlaupandi, gangandi og hvernig sem er.

 

En Svali gerir meira en að vinna, um helgina kláraði hann maraþon í Santa Cruz, gamli miðaldra maðurinn eins og hann segir sjálfur. Svali er sáttur við tímann en þó fyrst og fremst feginn að geta yfirhöfuð hreyft sig.

„Jæja ég gamli miðaldra kláraði maraþonið í Santa Cruz í dag. 3:37 Var víst tíminn. Sáttur við það svona miða við undirbúninginn. En í sannleika sagt að þá er ég bara svo feginn að geta yfir höfuð hreyft mig. Annað mál, gott að finna að það er ekki nauðsynlegt að hlaupa endalaust og borða bara mein holt til að klára þetta. Góð blanda af öllu bara virkar fínt fyrir mig.“

Mynd / Facebook

Fylgjast má með Svala á FacebookInstagram og Snapchat: svalik. Einnig á Tenerifeferðir.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira