Svöl kjólajól

Deila

- Auglýsing -

Söngkonan Svala Björgvins er orðin þjóðareign Íslendinga en hún bjó í Bandaríkjunum í nokkur ár. Svala er alflutt heim og búin að koma sér fyrir í heimabænum Hafnarfirði. Hún syngur á fjölda tónleika þessi jólin, minnst 15 talsins.

 

Á Instagram segist hún vera þakklát fyrir að sinna því frábæra starfi sem söngurinn er og syngja fyrir fólk.

Um síðustu helgi var Svala á fyrstu tónleikum Heima um jólin í Salnum, Kópavogi. Hún skipti nokkrum sinnum um kjól. „Ég auðvitað skipti oft um kjóla á milli laga til að gera „showið“ svolítið hátíðlegt,“ segir Svala, sem er stórglæsileg í hvaða kjól sem er. Okkar uppáhalds er sá græni, enda grænt klassískur litur jóla.

https://www.instagram.com/p/B5gPzyFlsrD/

Svala stígur næst á svið í Salnum í kvöld þegar fleiri tónleikar Heima um jólin verða haldnir. Þeir síðustu fyrir jól verða svo Litlu jól Björgvins, pabba Svölu, í Bæjarbíói á Þorláksmessu.

https://www.instagram.com/p/B5fvbbzFLO8/

https://www.instagram.com/p/B5f8TTTleAJ/

- Advertisement -

Athugasemdir