Valentínusardagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og nýttu margir sér daginn til að tjá maka sínum ást sína, ýmist með gjöfum, því að fara út að borða eða annað, og/eða að tjá ást sína á samfélagsmiðlum.
„Ég hef elskað þig frá okkar fyrstu kynnum,“ skrifar María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, til eiginkonu sinnar Ingileifar Friðriksdóttur, fjölmiðlakonu.
View this post on Instagram
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, og eiginkona hans, Ksenia Shakhmanova, héldu upp á daginn og færði Róbert sinni heittelskuðu blómvönd. Róbert sló einnig á létta strengi ásamt vinum sínum, og bauð upp á nýtt þema í tilefni dagsins.
View this post on Instagram
Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari, óskaði eiginmanninum, Aroni Einari Gunnarssyni, fótboltamanni og fyrirliða íslenska landsliðsins til hamingju með daginn. Birti hún með mynd af þeim í brúðkaupi Gylfa Þórs Sigurðssonar, félaga Arons í landsliðinu, og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur á Ítalíu 2019.
View this post on Instagram
Helga Gabríela Sigurðardóttir, kokkur á Klambrar bistro, óskaði nýbökuðum eiginmanni sínum, Frosta Logasyni, fjölmiðlamanni, til hamingju með daginn.
View this post on Instagram
Annie Mist Þórisdóttir, CrossFit-drottning, óskaði sínum heittelskaða Frederik Aegidius, CrossFit-kappa, til hamingju með daginn.
View this post on Instagram
Svala Björgvins, söngkona, birti myndasyrpu af sér og kærastanum, Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni, sjómanni.
View this post on Instagram
Dóra Júlía, plötusnúður og umsjónarmaður Ljósa punktsins og tónlistans topp 40 á útvarpsstöðinni K100, og Bára Guðmundsdóttir, fögnuðu deginum á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ.
View this post on Instagram
Elísabet Gunnarsdóttir, eigandi og bloggari á Trendnet, sagðist ávallt ástfangin af eiginmanninum, Gunnari Steini Jónssyni, handboltamanni.
View this post on Instagram
Hafþór Júlíus Björnsson, vaxtaræktarmaður, birti mynd af sér með eiginkonuninni Kelsey Henson, og syni þeirra.
View this post on Instagram
Valentínusardagurinn er einnig dagur vináttunnar.
Hanna Rún Basev Óladóttir birti fallega mynd af sér með dóttur sinni, Kíru Sif. En sú stutta fékk fallegan blómvönd frá eldri bróður sínum, Vladimir Óla.
View this post on Instagram
„Ekki amalegur félagsskapur á Valentínusartónleikum Bubba,“ skrifar söngkonan GDRN við mynd sem hún birti af sér með Bubba Morthens, Jóni Jónssyni og Friðriki Dór. Öll tóku þau lagið á tónleikum Bubba í Hlégarði í gær.
View this post on Instagram