• Orðrómur

Swizz í beinni frá Cadillac klúbbnum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hljómsveitin Swizz heldur tónleika í Cadillac klúbbnum kl. 20.30 í kvöld, fimmtudaginn 18. mars. Sveitin mun leika klassíska blús- og rokkópusa og jafnvel munu nokkur frumsamin lög eftir þá pilta fá að fljóta með.

„Eins og aðrir tónlistarmenn þá erum við orðnir óþreyjufullir eftir að komast á svið og spila tónlist og halda tónleika fyrir áheyrendur. Við verðum þó að vera rafræn enn um sinn, en við vonum að sem flestir hlusti á okkur félaga á fimmtudag,“ segir Ingvar Valgeirsson, sem sér um söng og spilar á gítar í Swizz.

„Við höfum lítið komið fram síðan síðsumars, en ég hef sjálfur aðeins komið fram sem trúbador og svo lékum við strákarnir á Ölhúsinu í Hafnarfirði síðasta föstudag. Þar má ekki vera fjölmennt vegna takmarkana, en þar mætti dágóður hópur og var ljómandi gaman. Við hlökkum til að stíga á stokk í Cadillac-klúbbnum og spila nokkur af okkar uppáhaldslögum í bland við eigið efni.“

- Auglýsing -

Ásamt Ingvari skipa Kristinn Gallagher (bassi) Helgi Víkingsson (trommur) Swizz. Sveitin gaf út EP-plötuna Hispur fyrir tveimur árum auk þess sem Ingvar söngvari og gítarleikari sveitarinnar gaf út sólóplötu í fyrra, hvar hinir meðlimir sveitarinnar léku stóra rullu. Eins hefur rokkuð útgáfa strákanna á gamla Mannakornsslagaranum Garún, sem var gefin út síðasta haust, vakið lukku. Swizz vinnur nú að nýju efni sem mun líta dagsins ljós á vordögum.

Tónleikana má horfa á í beinni á Facebook-síðu Cadillac klúbbsins og kostar áhorfið ekkert.

Viðburður á Facebook.

- Auglýsing -

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -