• Orðrómur

Systrabönd slær met

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Systrabönd, ný íslensk þáttaröð sló áhorfsmet í Sjónvarpi Símans Premium um páskana en horft var á þættina yfir 210.000 sinnum á tug þúsundum heimila. Þáttaröðin sem framleidd er af Sagafilm kom í heild sinni í Sjónvarp Premium fyrir páska og hefur þannig slegið áhorfsmet í efnisveitu Símans. Fyrra met setti þriðja þáttaröðin af Venjulegu fólki sem kom út síðasta haust. Heildarfjöldi spilana á efni í Sjónvarpi Símans Premium í páskavikunni var einnig það mesta frá upphafi eða nærri 1,2 milljónir spilana þökk sé frábærum viðtökum á Systraböndum.

Mynd / Lilja Jónsdóttir

Systrabönd eru dramaþættir af bestu gerð, fjalla um hvarf 14 ára stúlku en jarðneskar leifar hennar finnast 25 árum síðar og þá þurfa þrjár æskuvinkonur að horfast í augu við fortíðina.

- Auglýsing -

Sóley Ásta Andreudóttir sem Hanna
Mynd / Lilja Jónsdóttir

Þættirnir hafa fengið mikið og jákvætt umtal síðustu daga á samfélagsmiðlum fyrir yfirburða leik, vandað handrit og góða leikstjórn. Þættirnir hafa einnig fengið mikið hrós fyrir að fjalla um konur frá öðru sjónarhorni en hefur áður verið gert. Þættirnir eru að stórum hluta gerðir af konum en þáttaröðinni er leikstýrt af Silju Hauksdóttur sem kemur einnig að handritasmíðinni ásamt Björgu Magnúsdóttur, Jóhanni Ævari Grímssyni og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur. Þær Ilmur Kristjánsdóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Lilja Nótt Þórarinsdóttir fara með aðalhlutverkin en Halldóra Geirharðsdóttir, Sveinn Geirsson og María Heba Þorkelsdóttir fara með stór aukahlutverk ásamt fjölda annarra.

„Við erum afskaplega þakklát fyrir þessar frábæru viðtökur. Ég kolféll fyrir sögunni og persónunum þegar hugmyndin kom á frumstigi inn á borð til okkar hjá Símanum frá Sagafilm, ég þóttist vita að þetta yrði eitthvað einstakt sem varð raunin,“ segir Pálmi Guðmundsson dagskrárstjóri Sjónvarps Símans.

- Auglýsing -

Lilja Nótt Þórarinsdóttir í hlutverki Elísabetar
Mynd / Lilja Jónsdóttir

Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir í hlutverki Önnu Siggu
Mynd / Lilja Jónsdóttir

Ilmur Kristjáns í hlutverki Karlottu
Mynd / Lilja Jónsdóttir

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -