Systurnar Agla og Hjördís með kórónaábreiðu af lagi Ingó veðurguðs: „Langbesta coverið hingað til“

Deila

- Auglýsing -

Systurnar Agla Þórunn og Hjördís Bára Hjartardætur Jacobsen tóku sig til og tóku upp lag Ingó og Veðurguðanna, Bahama, með nýjum texta eftir Ísleif Pálsson.

Nýji textinn fjallar um mál málanna í dag, kórónuveirufaraldurinn og sóttkví.

„Þetta átti nú að vera grín fyrir okkar nánustu en vatt aðeins upp á sig,“ segir Hjördís Bára, 23 ára, í samtali við Mannlíf, en það er hún sem sér um sönginn og Agla Þórunn, 21 árs, sér um bakrödd og dans.

„Bróðir okkar, Hlynur Geir, birti myndbandið á Facebook og þá fór fólk að deila,“ segir Hjördís Bára. „Okkur brá svolítið fyrst, en þetta er bara gaman núna fyrst þetta gleður fólk á þessum skrítnu tímum.“

Þær systur eru ekki í sóttkví sjálfar, en eins og Hjördís Bára segir þá er bara minna að gera í samkomubanni.

Ingó veðurguð fékk myndbandið af þeim systrum sent og svaraði: „Þetta er langbesta coverið hingað til.“

- Advertisement -

Athugasemdir