Taylor Swift gefur út nýja plötu alveg óvænt

Deila

- Auglýsing -

Taylor Swift tónlistarkona tilkynnti á samfélagsmiðlum í dag að ný plata kæmi út á miðnætti í Bandaríkjunum (fjögur í nótt að íslenskum tíma).

 

Platan er áttunda stúdíóplata Swift og ber nafnið folklore.

„Flest af því sem ég var búin að skipuleggja í sumar gerðist ekki, en það er svolítið sem gerðist sem ég hafi ekki skipulagt. Það er áttunda stúdíóplata mín, folklore,” segir Swift. „Ég hef sett alla mína duttlunga, drauma, ótta og tónlist i plötuna.“

View this post on Instagram

Most of the things I had planned this summer didn’t end up happening, but there is something I hadn’t planned on that DID happen. And that thing is my 8th studio album, folklore. Surprise 🤗Tonight at midnight I’ll be releasing my entire brand new album of songs I’ve poured all of my whims, dreams, fears, and musings into. I wrote and recorded this music in isolation but got to collaborate with some musical heroes of mine; @aarondessner (who has co-written or produced 11 of the 16 songs), @boniver (who co-wrote and was kind enough to sing on one with me), William Bowery (who co-wrote two with me) and @jackantonoff (who is basically musical family at this point). Engineered by Laura Sisk and Jon Low, mixed by Serban Ghenea & Jon Low. The album photos were shot by the amazing @bethgarrabrant. Before this year I probably would’ve overthought when to release this music at the ‘perfect’ time, but the times we’re living in keep reminding me that nothing is guaranteed. My gut is telling me that if you make something you love, you should just put it out into the world. That’s the side of uncertainty I can get on board with. Love you guys so much ♥️

A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) on

Platan var tekin upp í sóttkví, en Swift naut aðstoðar vina sinna í tónlistarbransanum, þar á meðal Aaron Dessner, Bon Iver, William Bovery og Jack Antonoff.

„Fyrir þetta ár þá hefði ég líklega ofhugsað hvaða tími væri fullkominn til að gefa plötuna út, en tímarnir sem við lifum nú á hafa minnt mig á að ekkert er öruggt. Tilfinning segir mér að ef þú skapar eitthvað sem þú elskar, settu það þá út í kosmóið. Það er hluti óvissunnar sem ég get sætt mig við. Elska ykkur svo mikið.“

Platan inniheldur 16 lög, en „deluxe“ útgáfan er með bónuslaginu the lakes. Þar sem um er að ræða áttundu plötuna gefur Swift út átta „deluxe“ útgáfur á geisladisk og aðrar átta á vínyl, verða þær allar í boði í eina viku. Allar verða þær með einstökum myndum og fáanlegar á taylorswift.com.

Og til að gleðja aðdáendur enn meira þá kemur fyrsta myndbandið út í kvöld með laginu cardigan, sem Swift skrifaði og leikstýrði. „Myndbandið var tekið upp undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanns, allir voru með grímur, héldu sig frá öðrmum og ég sá sjálf um að farða mig, greiða og stílisera,“ segir Swift.

- Advertisement -

Athugasemdir