Það er komin Helgi í síðasta sinn (í bili)

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Laugardagskvöldið 28. mars er komið að lokaþætti vetrarins af Það er komin Helgi“ í Sjónvarpi Símans. Þættir Helga byrjuðu sem ein prufu útsending fyrir nákvæmlega ári síðan og hefur sú útsending heldur betur undið upp á sig.Helgi Björnsson er ekki lengur bara einn vinsælasti söngvari landsins heldur er hann orðinn einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins.

Halldór, Helgi, Andra og Pálmi
Mynd / Mummi Lú

Andrea Gylfadóttir
Mynd / Mummi Lú

Um síðustu helgi voru það Halldór Gylfason, Andrea Gylfadóttir og goðsögnin Pálmi Gunnarsson sem tóku lagið með Helga. „Það er magnað að fylgjast með helgi og eftir hvernig Helgi nær að toppa sig aftur og aftur og við finnum fyrir miklu og einlægu þakklæti frá áhorfendum og höfum gert allt þetta ár,“ segir Pálmi Guðmundsson hjá Sjónvarpi Símans.

Pálmi Gunnarsson
Mynd / Mummi Lú

Þættirnir eru orðnir tuttugu og átta í það heila og síðasti þátturinn sem fer í loftið næsta laugardag verður númer 29 í röðinni. Í byrjun voru þættirnir undir merkjum Heima með Helga á meðan á samgöngubanni stóð í fyrstu Covid bylgjunni, um sumarið Það er komin verslunarmanna-Helgi og frá því í haust undir nafninu Það er komin Helgi. Þættirnir hafa allir verið í beinni útsendingu og hafa notið fádæma vinsælda en Helgi hefur fengið í heimsókn flest allt þekktasta tónlistarfólk landsins sem farið hefur á kostum í þáttunum.

Helgi og Halldór Gylfason
Mynd / Mummi Lú

Það þarf ekki að spyrja að því að þátturinn á morgun verður stjörnur prýddum og verður engu til sparað. Þátturinn fer í loftið klukkan 21.10.

Mynd / Mummi Lú

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -