„Það sem stóð upp úr hjá mér 2019 var náttúrlega fæðing Sigurðar“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýtt ár gefur tilefni til að líta yfir liðið ár, hvað var gott, hvað var slæmt og hvað mátti fara betur. Og skipuleggja árið sem er að byrja, setja sér markmið og jafnvel strengja áramótaheit. Séð og heyrt spurði Hafdísi Björg um hvað hafi staðið upp úr 2019, hvað 2020 ber í skauti sér og hvort hún setti sér áramótaheiti eða markmið.

 

Hafdís Björg Kristjánsdóttir, fitnessdrottning og einkaþjálfari

„Það sem stóð upp úr hjá mér 2019 var náttúrlega fæðing Sigurðar,“ segir Hafdís, sem eignaðist fimmta son sinn í byrjun ársins. „Svo var það opnun Virago sem býður upp á trimform og alls konar líkamsmeðferðir. Ég og Gunnar, eiginmaður minn, ákváðum að taka saman aftur og vinna í okkur og það gengur mjög vel. Er ótrúlega þakklát fyrir það, enda erum við sammála um það að þetta gerði okkur bara sterkari.“

Aðspurð um hvað sé fram undan á árinu 2020 segir Hafdís: „2020 er stórt ár og mikið fram undan, ég er að keppa aftur í fitness erlendis og hér heima. Ég er að fara að kenna SRT-teygjunudd erlendis og kenna hér heima mobility-þættina í einkaþjálfaranámi sem hefst núna í janúar. Fullt af verkefnum fram undan sem ég er mjög spennt fyrir og hlakka til að deila með öllum.“

View this post on Instagram

I can truly say that I love my life and I love my job❤️ If you don’t like something then change it! The most important thing that I learned from my mother is that you never should waist your life on boring things or things that will make you feel stuck or drain your spirit💫 Many people say to me that I’m a butterfly because I’m always learning new things and making changes around me, sometimes people say that like it’s a bad thing but I would rather be a butterfly then a tree💁‍♀️ I want to have positive energy all around me and sometimes I have to make changes to keep that energy giving and positive❤️💫 Don’t be afraid to change and find your way! Don’t waist your time on boring things and do the things that YOU WANT TO DO💖 @srt_therapy #happy #butterfly #positivevibes #thankful @viragoslim

A post shared by Hafdís Björg (@hafdisbk) on

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira