Þau eru tilnefnd fyrir fegurstu ástarjátninguna

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sparibollinn, bókmenntaverðlaun, sem veitt verða bestu ástarlýsingunni í íslenskum bókmenntun, fara fram í annað sinn í ár.

Í dag voru birtar tilnefningar til verðlaunanna í ár, en til greina koma bækur útgefnar 2020.

„Sjaldan hefur ástin verið eins allsráðandi í bókaflóðinu svo úr vöndu var að ráða. Þessi standa þó, að mati dómnefndar, upp úr. Við þökkum öllum sem sendu okkur tillögur og lögðu okkur lið í ár. Úrslitin verða svo kunngjörð á sjálfan Valentínusardaginn,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum Sparibollans, en eftirfarandi höfundar og verk eru tilnefnd:

Eiríkur Örn Norðdahl – Brúin yfir Tangagötuna

Elísabet Kr. Jökulsdóttir – Aprílsólarkuldi

Hlín Agnarsdóttir – Hilduleikur

Ólafur Jóhann Ólafsson – Snerting

Stefán Máni – Mörgæs með brostið hjarta

Elísabet hlaut nýlega Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020 fyrir bók sína.

Ragna Sigurðardóttir hlaut Sparibollann 2019 fyrir bókina Vetrargulrætur

Sparibollinn bókmenntaverðlaun og Bókaútgáfan Króníka hafa einnig blásið til samkeppni um handritið að bestu ástarsögunni, sjá nánar hér.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -