Þau hljóta Blaðamannaverðlaun BÍ í ár

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hljóta Blaðamannaverðlauna BÍ í ár en tilkynnt var um verðlaunin klukkan 17 í dag í streymi.

Tilnefningarnar voru birtar fyrir viku föstudaginn 19. mars og má sjá allar tilnefningar hér.

Fyrir umfjöllun ársins hljóta Sunna Ósk Logadóttir, Bára Huld Beck, Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson og Jónas Atli Gunnarsson, Kjarnanum verðlaunin.  Fyrir vandaða og yfirgripsmikla umfjöllun um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg 1 og margháttaðar afleiðingar hans.

Um­sögn dóm­nefnd­ar:
Í um­fangs­mik­illi um­fjöll­un er fjallað af næmni og dýpt um mann­skæðan hús­bruna á Bræðra­borg­ar­stíg 1 í Reykja­vík í fyrra­sum­ar. Blaðamenn­irn­ir nálg­ast at­b­urðinn frá ótal hliðum, frá þeim mann­lega harm­leik sem átti sér stað, yfir í kerf­is­læga jaðar­setn­ingu og oft á tíðum óboðleg­an aðbúnað er­lends verka­fólks á Íslandi.

Mynd / Facebook

Verðlaun fyrir viðtal ársins hlýtur Orri Páll Ormarsson, Morgunblaðinu. Fyrir viðtal við Ingva Hrafn Jónsson þar sem hann ræðir um andlát bróður síns og þá ákvörðun hans að þiggja dánaraðstoð.

Um­sögn dóm­nefnd­ar um viðtalið:
Í viðtali Orra Páls við Ingva Hrafn Jóns­son und­ir fyr­ir­sögn­inni Vill lög­leiða dán­araðstoð er dreg­in upp ný hlið á ann­ars þjóðþekkt­um manni. Ingvi Hrafn ræðir bróður­missi á liðnu ári og þau djúp­stæðu áhrif sem ákvörðun bróður hans um að þiggja dán­araðstoð hafði á hann. Í fram­hald­inu fjallaði Orri Páll nán­ar um dán­araðstoð og dýpkaði með um­fjöll­un sinni umræðu um þetta viðkvæma mál.

Verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins hlýtur Nadine Guðrún Yaghi, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir að afhjúpa umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

Um­sögn dóm­nefnd­ar:
Nadine Guðrún Yag­hi af­hjúpaði um­fangs­mik­il og af­drifa­rík mis­tök sem gerð voru við grein­ingu á leg­háls­sýn­um hjá Leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags­ins. Frétta­flutn­ing­ur­inn leiddi til þess að þúsund­ir sýna voru end­ur­greind og fjöldi frumu­breyt­inga, sem ella hefðu ekki fund­ist, komu í ljós. Sögð var saga kvenna sem höfðu ým­ist greinst með ólækn­andi krabba­mein, farið í legnám eða lát­ist. Um­fjöll­un­in varpaði ljósi á brota­löm í grein­ing­ar­ferli sem notið hef­ur trausts.

Blaðamannaverðlaun ársins hlýtur Þórhildur Þorkelsdóttir, RÚV. Fyrir vönduð fréttatengd viðtöl þar sem sjónum er beint að einstaklingum í erfiðum aðstæðum.

Um­sögn dóm­nefnd­ar:
Þór­hild­ur fjallaði meðal ann­ars um ótrú­legt björg­un­ar­a­frek í Hafn­ar­fjarðar­höfn, al­var­leg mis­tök lækn­is á bráðamót­töku, kyn­ferðis­brot á þroska­skertri konu í dag­vist­un á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar. Í þess­um mál­um og fleir­um sem Þór­hild­ur hef­ur fjallað um tek­ur hún ít­ar­leg, grein­argóð og einnig áhrifa­rík viðtöl við þolend­ur og aðra sem að mál­um koma og dýpk­ar með því skiln­ing bæði á at­b­urðunum sjálf­um og af­leiðing­um þeirra.

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -