The Crown og Nomadland sigursælar á Golden Globe – Sjáðu það helsta frá hátíðinni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í 78. sinn í gærkvöldi, nótt að íslenskum tíma, en þar verðlaunar erlenda pressan í Hollywood kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem skarað hafa fram úr á árinu sem leið.

Hátíðin fór að þessu sinni fram með rafrænum hætti sökum kórónuveirufaraldursins. Kynnar voru vinkonurnar og leikkonurnar Tina Fey og Amy Poehler, sem voru kynnar í fjórða sinn. Athygli vakti að þær voru á sitt hvorum staðnum, Fey var kynnir frá Rainbow Room í New York, á meðan Poehler var á Beverly Hilton í Los Angeles, þar sem verðlaunahátíðin fer fram í hefðbundnu árferði með salinn fullan af stjörnunum sem tilnefndar eru og fleirum. Kynnar hvers verðlaunaflokks fyrir sig stigu einnig á svið í Beverly Hilton, en alla jafna er um að ræða verðlaunahafa fyrra árs/ára. Í salnum í ár voru aðeins örfáir gestir og allra sóttvarnareglna gætt.

Flestir þeirra sem tilnefndir voru í ár veittu verðlaunum sínum móttöku í gegnum fjarfundabúnað og héldu sínar þakkarræður. Margar stjarnanna voru klæddar í sitt fínasta púss, bara svona eins og ef allt hefði verið með eðlilegum hætti og þær mætt á rauða dregilinn, meðan aðrar voru bara rólegar á þessu og í náttfötunum. Sumar stjarnanna sátu einar við skjáinn, aðrir með maka og/eða börnum, en örfáar voru með fleiri með sér heima í stofu.

Í sjónvarpsþáttaraðahlutanum þar sem verðlaunaflokkar eru ellefu stóð fjórða sería Netflix-þáttaraðarinnar The Crown uppi sem sigurvegari. Þáttaröðin var tilnefnd til sex verðlauna, en gat bara tekið fjögur þar sem í tveimur tilvikum voru tvær tilnefningar í sama flokki. The Crown hlaut fjögur verðlaun, það er þau fjögur sem hún gat í raun fengið: besta dramaþáttaröðin, Emma Corrin, sem lék Díönu prinsessu var valin besta leikkonan í dramaþáttaröð, Josh O‘Connor sem lék Karl Bretaprins var valinn besti leikarinn í dramaþáttaröð og Gillian Anderson sem lék Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, var valin besta leikkona í aukahlutverki í dramaþætti.

Schitt‘s Creek hlaut tvenn verðlaun af fimm tilnefndum, besta gamanþáttaröðin og Catherine O’Hara var valin besta leikkona í gamanþáttaröð.

Netflix-serían The Queen‘s Gambit var valin besta stutta þáttaröðin og Anya Taylor-Joy fékk verðlaun fyrir besta leik í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd.

Í kvikmyndahlutanum þar sem verðlaunaflokkar eru fjórtán talsins var Nomadland valin besta dramamyndin og Chloe Zhao, fékk verðlaun sem besti leikstjórinn, fyrir sömu mynd. Verðlaunahátíðin í ár braut blað í sögunni þar sem þrjár konur voru tilnefndar fyrir bestu leikstjórn, en þetta er í annað sinn í sögu verðlaunanna sem leikstjóraverðlaunin fara til konu. Besti leikarinn í dramamynd var valinn Chadwick Boseman fyrir Ma Rainey’s Black Bottom og besta leikkonan var valin Andra Day fyrir The United States vs. Billie Holiday.

Framhaldsmyndin um Borat var valin besta myndin í gamanmynda- og söngleikjaflokknum og hlaut Sasha Baron Cohen verðlaun sem besti leikarinn í sama flokki. Rosamund Pike var valin besta leikkonan í sama flokki fyrir hlutverk sitt í I Care A Lot.

Aaron Sorkin hlaut verðlaunin fyrir besta handrit myndarinnar The Trial of the Chicago 7.

Athygli vakti að kvikmyndin Mank sem hlaut flestar tilnefningar eða sex talsins, hlaut engin verðlaun á hátíðinni.

Jane Fonda hlaut heiðursverðlaun Golden Globe, Cecil B DeMille verðlaunin.

Alla verðlaunaflokka og verðlaunahafa má sjá hér fyrir neðan.
Verðlaunahafi hvers flokks er sá efsti í hverjum flokki.

Besta kvikmynd – Drama
Nomadland
The Trial of the Chicago 7
The Father
Mank
Promising Young Woman

Besta leikkona – Drama
Andra Day, The United States vs. Billie Holiday
Carey Mulligan, Promising Young Woman
Viola Davis, Ma Rainey’s Black Bottom
Vanessa Kirby, Pieces of a Woman
Frances McDormand, Nomadland

Besti leikari – Drama
Chadwick Boseman, Ma Rainey’s Black Bottom
Riz Ahmed, Sound of Metal
Anthony Hopkins, The Father
Gary Oldman, Mank
Tahar Rahim, The Mauritanian

Besta kvikmynd – Söngleikja- og gamanmyndir
Borat Subsequent Moviefilm
Hamilton
Music
Palm Springs
The Prom

Besta leikkona – Söngleikja- og gamanmyndir
Rosamund Pike, I Care A Lot
Maria Bakalova, Borat Subsequent Moviefilm
Kate Hudson, Music
Michelle Pfeiffer, French Exit
Anya Taylor-Joy, Emma

Besti leikari – Söngleikja- og gamanmyndir
Sacha Baron Cohen, Borat Subsequent Moviefilm
Lin-Manuel Miranda, Hamilton
James Corden, The Prom
Dev Patel, The Personal History of David Copperfield
Andy Samberg, Palm Springs

Besta teiknimyndin
Soul
The Croods, A New Age
Onward
Over the Moon
Wolfwalkers

Besta erlenda kvikmyndin
Minari
Another Round
La Llorona
The Life Ahead
Two of Us

Besta leikkona í aukahlutverki
Jodie Foster, The Mauritanian
Helena Zengel, News of the World
Glenn Close, Hillbilly Elegy
Olivia Colman, The Father
Amanda Seyfried, Mank

Besti leikari í aukahlutverki
Daniel Kaluuya, Judas and the Black Messiah
Sacha Baron Cohen, The Trial of the Chicago 7
Jared Leto, The Little Things
Bill Murray, On the Rocks
Leslie Odom, Jr., One Night in Miami

Besti leikstjóri
Chloe Zhao, Nomadland
Aaron Sorkin, The Trial of the Chicago 7
Emerald Fennell, Promising Young Woman
David Fincher, Mank
Regina King, One Night in Miami

Besta handrit
Aaron Sorkin, The Trial of the Chicago 7
Emerald Fennell, Promising Young Woman
Jack Fincher, Mank
Christopher Hampton and Florian Zeller, The Father
Chloe Zhao, Nomadland

Besta tónlist í kvikmynd
Jon Batiste, Atticus Ross, and Trent Reznor, Soul
Alexandre Desplat, The Midnight Sky
Ludwig Goransson, Tenet
James Newton Howard, News of the World
Atticus Ross and Trent Reznor, Mank

Besta lag í kvikmynd
Io Si, The Life Ahead
Tigress and Tweed, The United States vs. Billie Holiday
Fight for You, Judas and the Black Messiah
Hear My Voice,  The Trial of the Chicago 7
Speak Now, One Night in Miami

Besta sjónvarpsþáttaröð – Drama
The Crown
Lovecraft Country
The Mandalorian
Ozark
Ratched

Besta leikkona í sjónvarpsþáttaröð – Drama
Emma Corrin, The Crown
Olivia Colman, The Crown
Jodie Comer, Killing Eve
Laura Linney, Ozark
Sarah Paulson, Ratched

Besti leikari í sjónvarpsþáttaröð – Drama
Josh O’Connor, The Crown
Jason Bateman, Ozark
Bob Odenkirk, Better Call Saul
Al Pacino, Hunters
Matthew Rhys, Perry Mason

Besta sjónvarpsþáttaröð – Söngleikja og gamanþættir
Schitt’s Creek
Emily in Paris
The Flight Attendant
The Great
Ted Lasso

Besta leikkona í sjónvarpsþáttaröð – Söngleikja og gamanþættir
Catherine O’Hara, Schitt’s Creek
Kaley Cuoco, The Flight Attendant
Lily Collins, Emily in Paris
Elle Fanning, The Great
Jane Levy, Zoey’s Extraordinary Playlist

Besti leikari í sjónvarpsþáttaröð – Söngleikja og gamanþættir
Jason Sudeikis, Ted Lasso
Eugene Levy, Schitt’s Creek
Don Cheadle, Black Monday
Nicholas Hoult, The Great
Ramy Youssef, Ramy

Besta leikkona í aukahlutverki
Gillian Anderson, The Crown
Helena Bonham Carter, The Crown
Julia Garner, Ozark
Annie Murphy, Schitt’s Creek
Cynthia Nixon, Ratched

Besti leikari í aukahlutverki
John Boyega, Small Axe
Daniel Levy, Schitt’s Creek
Brendan Gleeson, The Comey Rule
Jim Parsons, Hollywood
Donald Sutherland, The Undoing

Besta leikkona í stuttri þáttaröð
Anya Taylor-Joy, The Queen’s Gambit
Cate Blanchett, Mrs. America
Daisy Edgar-Jones, Normal People
Shira Haas, Unorthodox,
Nicole Kidman, The Undoing

Besta leikari í stuttri þáttaröð
Mark Ruffalo, I Know This Much is True
Bryan Cranston, Your Honor
Jeff Daniels, The Comey Rule
Hugh Grant, The Undoing
Ethan Hawke, The Good Lord Bird

Besta stuttþáttaröð eða sjónvarpsmynd
The Queen’s Gambit
Normal People
Small Axe
The Undoing
Unorthodox

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -