Think About Things tekur ekki þátt árið 2021

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lög sem valin höfðu verið til þáttöku í Eurovision sem fram átti að fara í maí í Rotterdan í Hollandi verða ekki gjaldgeng þegar keppnin fer fram árið 2021, eins og segir í tilkynningu frá Söngvakeppni evrópskra stjórnvarpsstöðva.

 

Daði og Gagnamagnið unnu Söngvakeppnina hér með laginu Think About Things og var laginu spáð góðu gengi og iðulega efst í veðbönkum.

Í tilkynningunni segir að Samtök Evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi þegar ákveðið að skoða þann möguleika að halda viðburð sem kæmi að einhverju leyti í staðinn fyrir sjálfa aðalkeppnina. Þess vegna hafi sú ákvörðun verið tekin, sem er samkvæmt reglum keppninngar, að lögin sem áttu að taka þátt í maí í ár eru ekki gjaldgeng árið 2021.

Þó er möguleiki á því að sami flytjandi verði sendur árið 2021 og var valinn sem fulltrúi síns lands í ár.

Tilkynningin í heild.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira

Halldóra og Kristinn eignast son

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, og Kristinn Jón Ólafsson, verkefnastjóri Snjallborgar hjá Reykjavík, eignuðust son fyrir rúmri viku.Parið...