2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Þögn DIMMU komin út: „Tölum saman, tjáum okkur“

  Þungarokkssveitin DIMMA gaf í vikunni út nýtt lag, Þögn, en lagið er það fyrsta frá sveitinni með breyttri liðsskipan.

   

  Egill Örn Rafnsson tók við trommukjuðunum í byrjun árs, eftir að Birgir Jónsson skildi í sátt við sveitina í nóvember á síðasta ári. Auk Egils er DIMMA skipuð bræðrunum Ingó og Silla Geirdal og Stefáni Jakobssyni.

  DIMMA vinnur nú að nýju efni og plötu, en sveitina má næst sjá á tónleikum Xmas 2019, hinum geysivinsælu jólatónleikum X977 í Bæjarbíói Hafnafirði föstudaginn 6. desember.

  AUGLÝSING


  Ingó kíkti til Ómars Úlfs á mánudag og ræddi um Þögn og fleira. Segir Ingó þar að Þögn hafi verið fyrsta lagið sem var tilbúið, en strákarnir auglýstu fyrir tónleika í júlí að þeir væru að vinna að nýju efni og aldrei að vita nema þá yrði frumflutt nýtt efni. „Það eru allir með einhverjar hugmyndir þannig að við erum með plötu í smíðum og setjum okkur það mark að koma henni út vorið 2020,“ segir Ingó, en tvö og hálft ár eru síðan nýtt efni kom út.

  „Okkur langar að leyfa fólki að heyra hvernig bandið hljómar í dag. Svo erum við bara svo ánægðir með þetta og spenntir að leyfa fólki að heyra.“

  Um lagið segir Ingó að boðskapurinn sé sá að þögnin geti verið beitt, en máttur orðsins, tjáningarinnar sé meiri. „Tölum saman, tjáum okkur.“

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum