• Orðrómur

Þorbjörn boðuð út á hæsta forgangi í dag: Er það hafið eða fjöllin?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur staðið í ströngu frá því að gaus við Fagradalsfjall 19. mars síðastliðinn. Félagar sveitarinnar, ásamt félögum þeirra í björgunarsveitum á Suðurnesjum og öðrum sveitum á landinu öllu, hafa staðið vaktir við gossvæðið.

Önnur verkefni taka sér ekki hlé þó gosvakt sé í gangi og í dag var björgunarsveitin boðuð út á hæsta forgangi vegna báts sem hafði strandað skammt vestur af Grindavík.

„Mikill viðbúnaður var af okkar hálfu ásamt því að þyrla gæslunnar var kölluð út. Eitthvað af okkar fólki og tækjakosti var uppi við gosstöðvarnar þegar útkallið kom og var þeim umsvifalaust snúið til baka. Aðrir félagar sveitarinnar voru eins og oft áður snöggir í bækistöð og var björgunarskipið Oddur V. Gíslason lagt af stað úr höfn rétt um fimm mínútum eftir útkall,“ segir á Facebook-síðu Þorbjarnar.

- Auglýsing -

20 félagar sveitarinnar tóku þátt í þessu útkalli en sem betur fer komst báturinn á flot aftur skömmu síðar og gat siglt til hafnar fyrir eigin vélarafli.

Myndin er tekin þegar björgunarbáturinn Árni í Tungu var tekinn á þurrt eftir útkallið en eins og sjá má þá var bíll sveitarinnar illa haldinn af mold og drullu eftir ferðina til og frá gosstöðvunum.

Er það hafið eða fjöllin? 😊

Í dag var sveitin boðuð út á hæsta forgangi vegna báts sem hafði strandað skammt vestur af…

Posted by Björgunarsveitin Þorbjörn on Tuesday, April 13, 2021

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -