• Orðrómur

Þórhildur og Sævar skírðu soninn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir, hugbúnaðarsérfræðingur, og Sæ­var Helgi Braga­son, stjörnu­fræðingur og vísinda­miðlari, gáfu syni sínum nafn um helgina.

Son­ur­inn fékk nafnið Jök­ull Máni Sæv­ars­son og á samfélagsmiðlum segir Þórhildur nafnið tákn­rænt fyr­ir sam­band for­eldr­anna og áhuga­mál.

„Það er skemmtilegt að segja frá því að þegar við Sævar sáumst fyrst þá var það á fyrirlestrinum Jökullinn bráðnar í Háskólabíói og þaðan dregur hann nafnið sitt. Fyrr um daginn hafði ég farið á fyrirlestur sem kallast Vörumerkið ég þar sem Andrés Jónsson nefndi Sævar sem dæmi um gott vörumerki og því tók ég sérstaklega eftir honum í Háskólabíó þarna um kvöldið og leiddi til allra okkar ævintýra.

- Auglýsing -

Mána nafnið hefur tvöfalda merkingu fyrir okkur, en eins og flestir vita þá féll Máni minn skyndilega frá í október, en hann vissi samt alveg að þessi gaur væri á leiðinni í heiminn. Máni er líka augljóslega annað nafn á tunglinu sem hefur sérstaka merkingu fyrir sig.“

Séð og Heyrt óskar parinu til hamingju.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -