• Orðrómur

Þröstur Leó fékk afmæliskveðju frá heimsfrægum leikara: „Segðu honum að hætta að vera nakinn“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þröstur Leó Gunnarsson leikari átti stórafmæli síðastliðinn föstudag, 23. apríl, en þá fagnaði hann 60 ára afmæli. Börn hans fengu leikarann John Cleese til að senda Þresti Leó afmæliskveðju.

„Fékk kveðju frá enskum kollega í gær – takk fyrir allar frábæru kveðjurnar í gær – átti dásamlegan dag með fjölskyldunni,“ segir Þröstur Leó í færslu á Facebook þar sem hann deilir kveðjunni.

- Auglýsing -

Breski leikarinn, handritshöfundurinn og framleiðandinn John Cleese, sem er 81 árs, er heimsþekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og á sviði. Hann var einn að meðlimum hins óborganlega hóps Monty Python.

Fyrir nokkrum árum var Cleese fenginn til að leika í auglýsingum Kaupþings, sem var stærstur banka landsins fyrir hrunið. Minnist Cleese einmitt á þessar auglýsingar í kveðjunni til Þrastar Leó. „Ég held að Kaupþing hafi verið fyrstur til að hrynja og það stuttu eftir að ég gerði auglýsingarnar,“ segir Cleese.

Til hamingju með stórafmælið Þröstur Leó!

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Spánverjar kunna að njóta lífsins

Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og ferðabókahöfundur, hefur iðulega leyft ævintýraþránni að ráða þegar kemur að ferðalögum og búsetuskiptum....

Gríma og Skúli eiga von á öðru barni

Gríma Björg Thor­ar­en­sen, inn­an­húss­hönnuður, og Skúli Mo­gensen, fyrr­ver­andi for­stjóri WOW Air, eiga von á barni í september.„Litli...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -