Tinderlaugin hefst á morgun: „Hafiði verið með fleiri en tveimur í einu?“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fyrsti þáttur Tinderlaugarinnar hefst á morgun, en þættirnir verða sýndir á samfélagsmiðlum og YouTube. Lína Birgitta Sigurðardóttir samfélagsmiðlastjarna er umsjónarmaður þáttanna, auk þess sem hún fær til sín gestastjórnendur, sem eru einnig velþekktir hjá notendum samfélagsmiðla.

 

Lína Birgitta lofar að allt verði látið flakka í þáttunum.

Þættirnir eru með netta tilvísun til Djúpu laugarinnar, sem margir muna eftir og líkt og í þeim verður einn spyrill og þrír keppendur sem keppa um að vinna stefnumót. Til að eiga möguleika á sigri verða þeir að svara spurningum um persónuleika sinn.

Fyrsta stikla þáttanna er komin á samfélagsmiðla og er það Reynir Bergmann sem er spyrill.

„Hafiði verið með fleiri en tveimur í einu? Nei ó­geðs­lega strax byrjaður. Oj illa mikill pervert maður!,“ spyr Reynir. „Ég ætla að spyrja spurningu sem þú vilt vita en þorir ekki að spyrja, hvernig sex fíliði stelpur?“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Alma og Joey Christ og eiga von á barni

Parið Alma Gytha Huntingdon-Williams, jarðfræðingur, og Jóhann Kristófer Stefánsson, útvarpsmaður og rappari, eiga von á barni.Jóhann, sem...