• Orðrómur

Tóku baðherbergið í gegn á truflaðan hátt! – Sjáðu myndirnar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það eru allir og amma þeirra að taka heimili sín í gegn í heimsfaraldri, oft með frábærum og fallegum hætti. Þessi breyting á baðherbergi er þó sú truflaðasta sem við höfum séð, hvað sem heimsfaraldri líður. Það eru listamennirnir á bak við The Odd Giraffe sem tóku baðherbergið hjá sér í gegn og teiknuðu það allt. Útkoman er slík að það er eins og maður stígi inn í teiknimynd.

Baðherbergið fyrir breytingar
Mynd / Facebook

Baðherbergið eftir breytingar
Mynd / Facebook

- Auglýsing -

„Ég veit þetta er ekki smekkur allra og það er í góðu lagi. Við höfum öll okkar „eigið“ sem okkur langar að gera við heimili okkar, og okkur langar öllum að líða vel á eigin heimili. Gerðu það sem þú elskar, þó að það sé gjörólíkt því sem ég elska,“ segir Christy.

Mynd / Facebook

Fjöldi athugasemda voru skrifaðar um hvernig aðferð notuð var og svarar Christy::
„Verkefnið tók þrjár vikur í heildina, lítil skref í einu. Skáparnir voru málaðir með eldhús- og baðherbergismálningu. Veggirnir voru málaðir með enamel og mynstrin máluð beint á veggina. Svartar útlínur voru teiknaðar með olíulitapennum. Lakkað var yfir allt með polycrylic til að auðvelda þrif og endingu. Gólfefnið er ódýrt vinylefni, sem var á baðherberginu þegar við fluttum inn, við bárum á það undirlag, máluðum með gólfmálningu og sharpie teiknipennum og bárum polycrylic yfir. Það hefur þolað vinnustígvél, hrúgu af börnum og stiga sem ég dró yfir gólfið án þess að skilja eftir rispu. Motturnar eru úr dollarabúð, ég klippti þær niður og gerði útlínurnar með límbyssu og málningu. Við settum fætur undir lausu hilluna. Maðurinn minn gerði pípuhilluna, sem geymir auka klósettppappír og er líka fyrir útlitið. Annað kom frá búðum sem selja notaðar vörur, Amazon og Dollar General, og málað í sama stíl. Ég gerði ekkert við ljósið þar sem kranar, skápahöldur og hurðahúnar eru einnig úr stáli, þannig að ég lét það vera. Og ég vildi ekki kaupa nýjar innréttingar.“

- Auglýsing -

Mynd / Facebook

Mynd / Facebook

Segir hún að fjölskyldan sé að taka húsið í gegn smátt og smátt, en baðherbergið sé það skrýtnasta af þeim öllum. Önnur herbergi eigi þó einnig sinn skringileika og stíl.

- Auglýsing -

Færsluna má sjá hér fyrir neðan, ásamt fleiri myndum.

The largest painting I’ve done yet… my entire bathroom! We just finished the remodel, everything has been refinished…

Posted by The Odd Giraffe on Monday, March 15, 2021

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Spánverjar kunna að njóta lífsins

Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og ferðabókahöfundur, hefur iðulega leyft ævintýraþránni að ráða þegar kemur að ferðalögum og búsetuskiptum....

Gríma og Skúli eiga von á öðru barni

Gríma Björg Thor­ar­en­sen, inn­an­húss­hönnuður, og Skúli Mo­gensen, fyrr­ver­andi for­stjóri WOW Air, eiga von á barni í september.„Litli...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -