• Orðrómur

Tónleikar á Sjálandi um helgina samkvæmt nýjum reglum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Við tökum nýjar reglur um samkomur alvarlega og viljum tryggja öryggi og vellíðan gesta sem kjósa að koma á tónleika á Sjálandi um helgina, segir í tilkynningu.

Tónleikarnir með Eyþóri Inga föstudagskvöldið 31. júlí fara fram og hefjast kl 20:30. Fyrstu 95 gestirnir sem höfðu keypt miða eiga gilda miða á tónleikana. Þeir miðar sem höfðu selst umfram það hafa verið færðir á auka tónleika sem búið er að opna fyrir sölu á fimmtudagskvöldið 3. september.

Tónleikarnir með Jónasi Sig og Ómari Guðjóns laugardaginn 1. ágúst fara fram en á þá er uppselt og verða 95 gestir í salnum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

- Auglýsing -

Tónleikum Hreims Heimissonar sem vera áttu á sunnudagskvöldið 2. ágúst hefur hinsvegar verið breytt. Ástæðan er sú að sjö manna hljómsveit sem kemur fram með Hreimi Erni kemst ekki fyrir á sviðinu miðað við tveggja metra regluna. Hreimur verður því einn en upp á sitt allra besta og fer í gegnum ferilinn eins og fyrirhugað var nema án hljómsveitarinnar. Miðasala heldur því áfram á Hreim, þeir sem kjósa að sjá hann seinna með hljómsveit geta sótt um endurgreiðslu.

Tónleikasalur Sjálands rýmir um 330 manns í sæti í almennri uppröðun en hámarksgestafjöldi hefur verið færður niður í 95 manns. Gestir hafa kost á að velja sér sæti við tuttugu þriggja fermetra borð í salnum sem hvert um sig geta tekið 12 sitjandi gesti. Þannig að allir 95 gestir ættu að hafa nægt rými.
Þeir sem ekki treysta sér til að njóta kvöldsins við þessar aðstæður er bent á að hafa samband við tix.is til að fá miðana endurgreidda.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -