2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Tónlistarhátíðinni Eistnaflug 2020 er frestað um ár

  Eistnaflug tónlistarhátíðinni, sem fara átti fram í Neskaupsstað 9. – 11. júlí, hefur verið frestað til ársins 2021.

   

  Í tilkynningu á Facebook-síðu hátíðarinnar segir: „Á þessum sérstöku tímum þarf að taka erfiðar ákvarðanir og ein þeirra er sú að við höfum ákveðið að fresta Eistnaflugi um ár. Við teljum það ekki skynsamlegt né öruggt í ljósi aðstæðna að stefna saman þeim mikla fjölda sem gestir, listamenn og starfsfólk Eistnaflugs er. Því jú, þið munið, það er bannað að vera fáviti.“

  Forsvarsmenn hátíðarinnar hyggjast þó gera eitthvað skemmtilegt í sumar til að gleðka tónleikaþyrsta þungarokkara og eru að skoða ýmsar hugmyndir. „Ef þið hafið hinsvegar uppástungur þá megið þið endilega deila þeim með okkur og við sjáum hvað við megum og getum gert í sumar.“

  Þeir sem þegar hafa keypt sér miða geta valið um að nýta hann árið 2021, eða þá hann endurgreiddan hjá tix.is.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum