Tryggvi ákvað að vinna heima við litla hrifningu konu sinnar – Sjáðu kostuleg viðbrögð Þóru

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Þetta er mitt framlag í það að vinna heima, ég er mjög mikið í því að vinna um helgar, að skemmta og svona,” segir Tryggvi Rafnsson leikari  í bráðfyndnu myndbandi, þar sem hann sýnir frá vinnu sinni heima við núna á laugardag.

„Ég er búinn að vera sjálfstætt starfandi síðustu tvö ár, er mjög mikið að veislustýra, og var bókaður flestar helgar í mars og apríl. En svo var auðvitað allt afbókað,“ segir Tryggvi í samtali við Mannlíf, en hann er menntaður leikari frá Rose Bruford háskólanum í London.

Þóra Elísabet Magnúsdóttir kona hans er frammi í eldhúsi að þrífa og er lítið hrifin af vinnuframlagi mannsins síns. „Hvað ætli sé að þér? Hvað ætli sé að?,“ segir Þóra í myndbandinu, sem hefur vakið miklu meiri gleði hjá Facebook vinum þeirra en hjá henni í fyrstu.

Eins og sjá má þá er Þóra alls ekki hrifin af uppátækinu þegar myndbandið er tekið, og eru það viðbrögð hennar sem hafa vakið hlátur þeirra sem horft hafa á. Tryggvi segir þó að hún hafi hlegið að uppátækinu eftir á og finnist það ennþá fyndið. „Hún er alger sprelligosi sjálf og er búin að hafa hvað mest gaman af þessu rugli. Ég skil hana svo sem vel, ég er ekki viss um að ég gæti búið með mér sjálfur!

Þóra fer í vinnu alla daga, en ég er alltaf heima, alltaf! Hún fær því aldrei pásu frá mér núna. Ég er alveg margfalt meira heima núna og þá sérstaklega um helgar,“ segir Tryggvi.

„Þóra er svo sem vön allskonar rugli og vitleysu frá mér, en þarna var hún búin að vera á fullu í tiltekt og þegar ég var búin að banna henni að koma inná baðherbergi þar sem ég var að koma mér í trúðabúninginn og bað hana um að vera bara frammi að þrífa eða eitthvað, þá fauk aðeins í mína,“ segir Tryggvi um viðbrögð konunnar.

„Svo þegar ég mætti fram þá hafði hún auðvitað ekki hugmynd um hvað ég væri að gera. Á meðan hún var að þrífa og taka til þá var ég að klæða mig upp í trúðabúning og fíflast eitthvað í staðinn fyrir að drullast til að hjálpa henni jafnvel,“ segir Tryggvi.

Tryggvi í hlutverki Guðna Th. í skaupinu. ásamt Jóni Gnarr.

Tryggvi segist vera mikil félagsvera og vanur því að vinna í kringum mikið af fólki. „En svo allt í einu er það ekkert í boði lengur. Þá fæðist svona rugl eins og heimavinnandi trúðurinn.

Þessi trúður er líka til í að mæta á hina ýmsu fjarfundi hjá fyrirtækjum ef þess er óskað. Hann er til í hvað sem er,“ segir Tryggvi.

 

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Lilja Ósk nýr formaður SÍK

Lilja Ósk Snorradóttir, framkvæmdastjóri og meðeigandi kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus var á fimmtudag kjörin formaður stjórnar Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda,...

Bassafanturinn genginn út

Þröstur Jónsson, fyrrum bassaleikari pönkrokksveitarinnar Mínus, og Martina Klara, eru nýtt par.Parið skráði sig í samband í...