2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Tvíburarnir Stefanía og Steinunn eiga von á börnum með dags millibili

  Tvíburasysturnar Stefanía, söng- og tónlistarkona, og Steinunn Svavarsdætur ,eiga báðar von á barni í desember. Og ekki nóg með það að þær séu samstíga, heldur eru þær settar með dags millibili 2. og 3. desember.

   

  Systurnar tilkynntu tíðindin á föstudag og birtu mynd af sér á Facebook með sitt hvora sónarmyndina.

  „Við systur höfðum ýmislegt í hyggju fyrir þetta ár en alheimurinn hafði heldur betur annað í huga. Lítil tvíburasystrabörn eru áætluð í heiminn 2. og 3. desember,“ skrifar Stefanía á Facebook-síðu sína við góðar undirtektir.

  Stefánía á son, sem er 17 mánaða, en Steinunn á nú von á sínu fyrsta barni. Facebook-vinur spyr Stefaníu hvort þær séu nokkuð báðar með tvíbura, sem hún svarar neitandi og segir að það hafi verið það fyrsta sem hún spurði að, en lukkulega séu þær báðar bara barnshafandi að einu barni.

  AUGLÝSING


  Í samtali við Vísi segir Stefanía að óléttan hafi komið þeim systrum verulega á óvart, en þær séu spenntar og hlakka til að fara í gegnum meðgönguna saman.

  „Það er mjög gaman að vera eiginlega nákvæmlega sama dag. Það er alltaf það sama að gerast og það væri frábært að fara í gegnum svona með vinkonu sinni, og hvað þá tvíburasystur,” segir Stefanía, sem hélt að hún myndi klára barneignir, áður en systir hennar myndi byrja. Hún er ánægð með að börn þeirra muni eignast leikfélaga, enda systurnar samrýmdar og hafa alltaf getað treyst hvor á aðra.

  „Maður er miklu slakari með annað barn. Ég finn það að ég ligg ekki yfir öllum barnaöppum allan daginn og er miklu slakari með allt en hún hefur leitað til mín og spurt mig út í allskonar,“ segir Stefanía og bætir við að það væri draumur ef þær væru einnig saman á fæðingardeildinni.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum