Valdimar bað Sóla að herma eftir sér: „Ég sagðist hafa reynt en yrði fljótt hás“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sólmundur Hólm eða Sóli Hólm skemmtikraftur á ekki í vandræðum með að herma eftir mönnum. Líkt og þeir sem séð hafa kappann á sviði hefur hann meðal annars hermt eftir söngvaranum Páli Óskari, Rikka G. útvarpsmanni og Jakobi Bjarnar blaðamanni.

 

Í gær bættist svo nýr í hópinn, söngvarinn Valdimar, en Sóli birti myndband á samfélagsmiðlum, þar sem hann notar eigin útgáfu af rödd Valdimars við flutning á laginu Ameríka eftir Braga Valdimar Skúlason en textann samdi Magnús Eiríksson.

„Valdimar spurði mig fyrir tveimur árum hvort ég gæti hermt eftir honum. Nú er minna að gera hjá mér en vanalega svo ég ákvað að prófa,“ segir Sóli og vísar þar til tónleika sem Eyjólfur Kristjánsson hélt árið 2018.

„Ég sagðist hafa reynt en yrði fljótt hás. Síðan þá hef ég samt alltaf haft þetta bakvið eyrað. Þú ert það mikilvægur í íslenskri tónlistarsögu að það er hreint út sagt dónalegt að maður reyni ekki einu sinni. Nú er minna að gera hjá mér en vanalega þannig að ég fór niður í kjallara(sem ég var sem betur fer ekki byrjaður að rífa og brjóta á fullu fyrir covid19 faraldurinn) og kýldi á þetta. Það er svekkjandi fyrir þig og alla að tónleikarnir hjá hljómsveitinni Valdimar sem áttu að vera á föstudag hafi dottið uppfyrir en það er óumflýjanlegt í þessu ástandi. En þú getur allavega huggað þig við það að það er einhver þarna úti að reyna að herma eftir þér.“

Valdimar mun halda tónleika á Facebook á föstudag kl. 20.30 og finna má frekari upplýsingar á Facebook-síðu sveitarinnar.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -