• Orðrómur

Verður Natan Dagur næsta stjarna Noregs?: Atkvæði þitt skiptir máli

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Natan Dagur Benediktsson söngvari keppir til úrslita í sjónvarpsþættinum The Voice Norway í kvöld, föstudaginn 28. maí.

„Samkvæmt veðbönkum hérna í Noregi er Natani spáð sigri en mikilvægt að hvetja alla Íslendinga til að kjósa hann alla leið til sigurs. Hérna er linkur á flutning hans í undanúrslitunum. Væri þakklátur fyrir allan stuðning og deilingu,“ skrifar Benedikt Viggósson faðir Natans á Facebook.

- Auglýsing -

Útsendingin hefst kl. 18 að íslenskum tíma og Íslendingar geta kosið í vegnum vefsíðu TV2.no, hver og einn getur kosið þrisvar. Fyrirkomulagið í úrslitaþættinum er þannig að til að byrja með flytja allir fjórir keppendur sem komnir eru í úrslit eitt lag hver og síðan opnar fyrir net og símakosningu. Þeir tveir sem fá flest atkvæði komast áfram í svokölluð Super Finals en hinir tveir detta út. Super Finals er í beinu framhaldi af fyrri hlutanum, þar flytja þeir tveir sem fengu flest atkvæðin í fyrri hluta úrslitana sitthvort lagið og síðan hefst ný umferð af síma og netkosningu. Sá sem fær flest atkvæði í Super Finals er sigurvegari The Voice Norway 2021.

Natan mun flytja lagið Lost on you með Lewis Capaldi sem fyrra lag í úrslitunum. Ef hann kemst í Super Finals þá tekur hann lagið Half a Man með Dean Lewis.

- Auglýsing -

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -