Verslunarmanna-Helgi er framundan: Ingó tekur við

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tveir vinsælustu tónlistarmenn landsins, þeir Helgi Björns og Ingó veðurguð verða í beinni útsendingu í sjónvarpi Símans um verslunarmannahelgina.

Helgi Björns verður með verslunarmannahelgarútgáfu af Heima með Helga, þættinum sem hélt okkur svo eftirminnilega gangandi í gegnum skemmtanabannið í vetur og vor. Eins og áður er það leyndarmál hverjir eru gestir Helga í þessari tveggja daga seríu en þátturinn verður í beinni útsendingu frá Hlégarði laugardags- og sunnudagskvöld milli 20-21.30. og 21:30.

Það eru sem fyrr Reiðmenn vindanna sem fylgja Helga í hlað og koma ösku glaðir heim þá verður álfadrottningin Vilborg Halldórsdóttir á sínum stað. Þá verður loksins hægt að grilla aspas úti og er mikil tilhlökkun í hópnum að fá nú smá sumar útgáfu af þessum skemmtilega mat.

- Auglýsing -

„Við ætlum að grilla fyrir bandið og gera smá sumarhátíð út úr þessu fyrir okkur. Það er tilhlökkun í hjörtum okkar að „hitta“ þjóðina aftur, gleðjast og syngja saman,“ segir Helgi sem hlotið hefur mikið lof og þakklæti fyrir útsendingarnar í vor.

Klukkan 22 á sunnudagskvöldið, að loknum þættinum Heima með Helga, tekur Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð, boltann og telur í brekkusöng eins og hefð er fyrir á þessum tíma helgarinnar. Þó verður það nokkurn veginn það eina hefðbundna við brekkusönginn þetta árið því eins og alþjóð veit er þetta í annað skiptið í sögunni sem þjóðhátíð er frestað.

Ingó á þjóðarhátíðarlagið í ár Takk fyrir mig sem á einhvern fallegan hátt er orðið einkennislag fyrir hátíð sem ekki verður haldin, en um leið þakklætissöngur til allra hátíðanna í gegnum árin sem sköpuðu bæði gestum og heimamönnum einstakar minningar. Ingó mun senda brekkusönginn út af meginlandinu með tengingu við Vestmannaeyjar, en útsendingin er unnin í samráði við Þjóðhátíðarnefnd sem með þessu sendir kveðjur sínar til landsmanna.

- Auglýsing -

„Við gefum allt í þetta og látum glymja í öllum götum eins og þær séu í Herjólfsdal. Það verður allavega ekki minna gaman,“ segir Ingó.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Spánverjar kunna að njóta lífsins

Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og ferðabókahöfundur, hefur iðulega leyft ævintýraþránni að ráða þegar kemur að ferðalögum og búsetuskiptum....

Gríma og Skúli eiga von á öðru barni

Gríma Björg Thor­ar­en­sen, inn­an­húss­hönnuður, og Skúli Mo­gensen, fyrr­ver­andi for­stjóri WOW Air, eiga von á barni í september.„Litli...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -