Vertu með í 7 daga jólaáskorun: „Ertu tilbúin að upplifa orkumestu jólin hingað til?“

Deila

- Auglýsing -

„Okkur langar að hvetja sem flesta til að huga að heilsunni í desember og höfum því ákveðið að vera með ókeypis jólaáskorun þar sem þátttakendur fá frítt jólaplan, uppskriftir, hvatningu og stuðning fyrir jólin,“ segir Sara Barðdal, sem rekur fyrirtækið Hiitfit.

 

Þar hjálpar Sara konum á besta aldri, gjarnan önnum köfnum mæðrum, að stunda líkamsrækt og heilsusamlegt líferni til frambúðar. Veigamikill þáttur í starfi Söru er markviss vinna með hugarfar en það er einmitt sá þáttur sem oft stendur í vegi fyrir því að fólk þrói með sér heilbrigðan lífsstíl til lengri tíma.

„Okkur langar að styðja við konur sem vilja huga að heilsunni sinni í desember með 7 daga áskorun sem inniheldur heimaæfingar, uppskriftir, hugaræfingu, mikla hvatningu og fræðslu um andlegt og líkamlegt heilbrigði.  Vona að það nýtist í jólastressinu. Munum að gleyma ekki að hugsa um okkur líka í öllum undirbúningnum.“

Meiri næring, minni sykurþörf

Í Jólaáskorun HIITFIT verður einblínt á að koma inn meiri næringu og minnka sykurþörf. Ein besta leiðin til þess er meðal annars með hollum og næringarríkum boostum. Þátttakendur í áskorun fá girnilegar boost uppskriftir til þess að prófa ásamt uppskriftum af hollum jólakúlum sem er snilld að grípa í, í staðinn fyrir piparkökurnar. „Við ætlum að einblína á litlu skrefin í næstu viku. Þú þarft ekki að neita þér um allt sem þér þykir gott. Bætum bara meira inn af þessu góða og þá sjálfkrafa minnkar hitt,“ segir Sara.

Hugaræfing fyrir markmið

Í Jólaáskorun HIITFIT fá þátttakendur hugaræfingu þar sem Sara fer yfir eitt mikilvægasta atriðið sem þú þarft að hafa á hreinu áður en þú setur þér markmið og leggur af stað í heilsuferðalagið þitt. Hvað er það sem gefur okkur alvöru hvatningu og drifkraft til að viðhalda breytingum og lifa heilbrigðum lífsstíl? „Við ætlum að mæta jólunum með skýrt plan, mikla orku og gleði yfir að hafa forgangsraðað heilsunni og staðið við gefin loforð gagnvart okkur sjálfum,“ segir Sara.

Sex snöggar jólaæfingar

Fyrsti dagurinn er á miðvikudaginn og farið er í gegnum sex snöggar jólaæfingar sem gefa þér mikla orku og vellíðan. „Hver er ekki til í meira af því? Sérstaklega á þessum tíma þegar það er nóg að gera og okkur veitir ekki af aðeins meiri krafti til að klára allt sem þarf að klára.“

Jólasaga Söru

„Einu sinni fannst mér eins og hver jól væru mín síðustu. Mér fannst eins og ég þyrfti að smakka á öllu, fá mér mörgum sinnum á diskinn, prófa allt á hlaðborðinu og yfirleitt datt hreyfing upp fyrir í desember því mér fannst ég „ekki hafa tíma,“ segir Sara. „Ég byrjaði nýja árið þyngri á mér, orkulaus, með mikla uppþembu, og mjög ósátt með ákvarðanirnar mínar. Ekki aðeins leið mér illa líkamlega heldur gróf þetta líka undan sjálfstraustinu mínu og mínu eigin áliti á sjálfa mig. Svo tók við niðurrifið: ,,Af hverju þurftirðu að fá þér svona oft?,“ ,,Af hverju þyrftir þú að borða 10 konfektmola í einu?,“  „Hefurðu enga stjórn?“

En þegar maður er með miklar sykurþarfir og í ójafnvægi getur verið erfitt að standast freistingarnar sem liggja fyrir framan okkur allan mánuðinn.
Sem betur fer er staðan breytt í dag, mér finnst auðveldara að afþakka sykurinn, ég minni mig á hversu mikilvægt það er að halda hreyfingunni inni yfir hátíðirnar og ég kann að njóta í hófi. En þetta gerðist ekki á einni nóttu. Ég þurfti að fara í gegnum margar tilraunir, hindranir og áskoranir þangað til ég fann mitt jafnvægi.

Núna langar mig að styðja við þig í desember og hjálpa þér að setja hreyfingu og heilsuna í forgang. Ef þú veist að þú hefðir gott af því að fá stuðning og hvatningu í næstu viku þá hvet ég þig til þess að vera með í Jólaáskorun HIITFIT! Ég get ekki beðið eftir að fara í gegnum hana með þér! Skoraðu á vinkonur þínar að vera með líka! Við skulum hvetja hvor aðra áfram.“

Jólaáskorunin hefst á miðvikudag, þátttaka kostar ekkert og skráning er hafin hér.

- Advertisement -

Athugasemdir