„Við erum öll svo tengd í litlu samfélagi“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þriðjudaginn 17. desember verða haldnir styrktartónleikar fyrir Sólrúnu Öldu og fjölskyldu hennar á veitingastaðnum Bryggjunni í Grindavík. Fram kemur úrval grindvískra tónlistarmanna og Grindavíkurvina sem munu leika og syngja tónlist úr öllum áttum.

 

„Við erum öll svo tengd í þessu litla samfélagi hér þegar eitthvað kemur upp á,“ segir Sigríður María Eyþórsdóttir, forsprakki styrktartónleikanna, aðspurð af hverju hún ákvað að skipuleggja þá. Sigríður tengist fjölskyldunni ekki ættarböndum, en hún starfar sem kennari við Tónlistarskóla Grindavíkur, þar sem móðir Sólrúnar Öldu, Þórunn Alda, starfar sem kennari við grunnskólann.

Sigga Maya

„Við þekkjumst lauslega en ætli þetta snúist ekki bara um þessi nánu tengsl manna á milli hér í Grindavík. Þetta var skelfilegt og mikið áfall fyrir alla bæjarbúa að heyra af brunanum og hugur allra er hjá þeim og fjölskyldum þeirra. Grindvískt tónlistarfólk mun spila, og einnig kemur fólk úr Reykjavík og Sandgerði. Svo eru jafnvel fleiri að bætast við úr Reykjanesbæ,“ segir Sigríður.

Þeir sem staðfest hafa komu sína nú þegar eru Íris Kristinsdóttir, Dagbjartur Willardsson, Kirkjukór Grindavíkur, 3/4 hljómsveit, Pálmar Guðmundsson, Guðjón Sveinsson og hljómsveit, Sólný Pálsdóttir og hljómsveit, Sigga Maya ÓBÓ og Dói, Axel O og Hljómsveitin Kylja. Guðjón Sveinsson sér um uppsetningu og allar græjur auk þess að spila á gítar og syngja.

Guðjón Sveinsson

„Aðgangur er ókeypis, en við verðum með söfnunarkassa þar sem fólk getur sett frjáls framlög eftir getu og vilja. Við ákváðum að hafa þetta svona þannig að allir geta gert það sem þeir geta, í stað þess að hafa aðgangseyri. Ef einhver getur gefið 500 kr. þá er hann jafn vel þeginn og 5.000 kallinn,“ segir Sigríður.

Axel O, einn eigenda Bryggjunnar.

 

Íris Kristinsdóttir

„Það er fyrirséð að það tekur við langur endurhæfingartími hjá henni Sólrúnu Öldu og svona áföll taka alltaf stóran toll af fólki bæði tilfinningalega og fjárhagslega. Tónleikarnir eru í nafni Sólrúnar Öldu, en þau voru tvö sem slösuðust, Sólrún Alda og kærasti hennar Rahmon,“ segir Sigríður. „Við notum hennar nafn vegna tengingar hennar við Grindavík, en allt sem safnast verður í höndum fjölskyldu hennar sem mun sjá um að deila söfnunarfénu þar sem þörfin er mest. Við gleymum ekki Rahmon þó að nafn hans sé ekki í heiti tónleikanna, hann stendur líka í ströngu og fjölskylda hans.“

Pálmar Guðmundsson

Hljómsveitin Kilja

3/4 hljómsveit

Sólný Pálsdóttir

Viðburður á Facebook.

Sjá einnig: „Við mæðgurnar ætlum heim saman“

Sjá einnig: „Ég óska engu foreldri að vera í þessari stöðu“

Sjá einnig: Sólrún Alda og Rahmon berjast fyrir lífi sínu: Styrktarreikningur stofnaður

Sjá einnig: Bænastund í Grindavíkurkirkju fyrir konuna sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð

Sjá einnig: Þrjú slösuð eftir bruna

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira