• Orðrómur

Víðir missti 2 æskufélaga úr krabbameini: „Þessi vágestur hefur snert okkur öll“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnasviði ríkislögreglustjóra, missti tvo æskufélaga sína úr krabbameini.

Víðir er fæddur í Vestmannaeyjum en fluttist upp á land 11 ára. Hann segir frá því að þar átti hann fimm æskufélaga sem héldu saman fram á fullorðinsár. Tveir þeirra eru fallnir fráannar 28 ára gamall og hinn árið 2012. Móðir Víðis greindist einnig með krabbamein, fór í gegnum meðferð og sigraðist á sjúkdómnum.

„Þetta auðvitað snertir mann,“ segir Víðir sem segist eiga fullt af vinum og kunningjum sem í gegnum tíðina hafa tekist á við krabbamein og eru að takast á við það í dag. „Ég þekki nokkra sem eru að takast á við krabbamein í dag. Þetta er alls staðar í kringum mann og snertir mann mjög víða.“

- Auglýsing -

Víðir er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á stórafmælisári 2021. Birtar verða 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Fólk er hvatt til að fylgjast með á Instagram og Facebook, myllumerkið er #70andlit

Hinn hógværi og hægláti Víðir hefur uppskorið mikla og verðskuldaða virðingu íslensku þjóðarinnar í kórónuveiruheimsfaraldri. Hann hefur verið til þjónustu reiðubúinn í gegnum þykkt og þunnt og staðið sig framúrskarandi vel.

- Auglýsing -

Víðir minnir okkur á að staðan er mun betri núna gagnvart krabbameinum en fyrir 70 árum, 50 árum, já og jafnvel 20 árum. En það er með tilveru félaga eins og Krabbameinsfélagsins sem stöðugar framfarir verða í að kljást við þennan vágest. Að takast á við hann er langhlaup – og eins og við höfum svo oft heyrt áður og Víðir segir svo réttilega: „Við getum þetta saman.“

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -