Viðkvæmu Vatnsberarnir Bergrún Íris og Kristjón Kormákur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Stjörnuspekingar segja að stjörnumerki og afmælisdagur ráði miklu um persónuleika og eiginleika einstaklings. Sumir lifa algjörlega eftir þeim fræðum, aðrir telja þetta rugl og þriðji hópurinn skoðar fræðin til gamans. Þessir þekktu einstaklingar deila afmælisdegi en ætli þeir deili líka skapgerð og starfsferli?

 

Viðkvæmi Vatnsberinn:
Bergrún Íris Sævarsdóttir (34), rithöfundur og teiknari, og Kristjón Kormákur Guðjónsson (43), ritstjóri Fréttablaðið.is, eiga afmæli 4. febrúar. Bæði hafa starfað lengi við ritstörf og í fjölmiðlum. Bergrún starfaði áður við fjölmiðla og gefur nú út bækur, öfugt við Kristjón sem fyrst skrifaði bækur og stýrir nú fjölmiðli. Vatnsberinn býr yfir ríkri réttlætiskennd, leggur mikla áherslu á traust og er frjálslyndur og félagslyndur. Hann hefur mikinn áhuga á fólki og að gera samfélagið betra, líkt og afmælisbörnin tvö. Vatnsberinn á þó til að vera of frjálslegur í hugsun og erfitt með að beisla tilfinningar sínar. Afmælisbörn 4. febrúar eiga til að dvelja svo lengi í skýjaborgum sínum að þau gleyma öllu, jafnvel að borða, en þau hafa samt sem áður endalausa orku, og þeir sem þekkja til þeirra beggja geta jafnvel vottað það.

Bergrún Íris Mynd / Facebook

Kristjón Kormákur Mynd / Sigtryggur Ari

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira