Vinsælustu kynlífstækin árið 2019

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kyn­líf­stæki ástar­lífs­ins njóta mikilla vinsælda og löngu hætt að vera feimnismál, allavega hjá flestum.

 

Gerður Huld Ar­in­bjarn­ar­dótt­ir, eigandi Blush.is er ókrýnd drottn­ing kyn­líf­stækj­anna, en hún hefur rekið Blush.is í níu ár. Eins og með annað þá er misjafnt hvaða tæki falla best í kramið hjá Íslendingum hverju sinni, en Gerður tók sam­an lista yfir 10 vin­sæl­ustu kyn­líf­stækin árið 2019.

„Ég finn mikinn mun á þessum níu árum sem ég hef rekið Blush, segir Gerður aðspurð um hvort Íslendingar séu feimnir við að kaupa sér kynlífstæki. „Mér fannst algengt að fólk var forvitið og langaði að eiga eitt tæki, en í dag upplifi ég bæði að fólk er opnara að ræða um kynlifstæki og kynlíf almennt. Fólk á ekki lengur bara eitt tæki heldur eiga margir heilan dótakassa og safna tækjum.“

Paratæki mjög vinsæl

„Fleiri pör eru byrjuð að nota tæki saman og framleiðendur keppast við að hanna hið fullkomna pratæki. Úrvalið er alltaf að aukast og þar að leiðandi er úr nægu að velja fyrir viðskiptavini. Alltaf eitthvað nýtt og spennandi að koma á markað.“ 

1. UberLube

Ólíkt öðrum árum þá er sleipiefni í fyrsta sæti yfir mest seldu vörur ársins 2019.

Uberlube er lang vinsælasta sleipiefnið sem selt er hjá Blush. Uberlube er silikon sleipiefni sem hefur góða endingu. Það hefur ekki áhrif á pH gildi líkamans eða aðrar bakteríuflórur. Uberlube hentar vel í kynlífi eða sjálfsfróun. Uberlube er eitt hreinasta sleipiefnið á markaðnum í dag. Áferðin er eins og silki og klístrast því lítið sem ekkert. Sleipiefnið má nota með smokkum.

UberLube

2. Satisfyer ProTraveler

Satisfyer Pro Traveler er lítið og nett sogtæki sem er fullkomið með í ferðalagið.

Falleg hönnunin gerir það alls ekki augljóst að um kynlífstæki sé að ræða. Tækið kemur með loki sem er með áföstum segli svo það opnast ekki auðveldlega í töskunni og helst snyrtilegt.

Tækið er með 11 kraftstillingum og er endurhlaðanlegt. Lítið, hljóðlátt en jafnframt kraftmikið tæki sem er hinn fullkomni ferðafélagi ásamt því að vera frábær viðbót í kynlífið.

Satisfyer ProTraveler

3. Satisfyer One Night stand

Satisfyer One Night Stand prufan er fullkomið tæki fyrir þá sem hafa ekki prófað sogtæki áður en langar að prófa hvernig tilfinningin er af sogtæki áður en þeir fjárfesta í endurhlaðanlegu tæki.

Tækið hefur 90 mín virkni og hægt er að slökkva á tækinu á milli notkunar.

Satisfyer One Night stand

4. Echo svakom

Echo er glæsilegt egg frá Svakom. Echo eggið er eitthvað sem allar konur ættu að eiga. Eggið er nett og fellur vel í lófa og það er auðvelt að koma því fyrir á milli tveggja einstaklinga og er því frábært fyrir pör. Echo eggið er endurhlaðanlegt, hefur 5 mismunandi titrandi munstur og 5 styrkleika.

Echo svakom

5. Womanizer Premium

Womanizer Premium er hin fullkomna blanda af nýjustu tækni og gæða hönnun. Einstök sogtækni tækisins örvar snípinn með óbeinni örvun, en með 12 mismunandi stillingum framkallar tækið allt frá léttu sogi upp í mjög kraftmikið sog. Ný tegund af sjálfstýri-stillingu eykur fjölbreytileika tækisins, en stillingin er breytileg og því spennandi að komast að því hvað tækið býður upp á hverju sinni.
Womanizer Premium er búið þeim eiginlega að slökkva á sér þegar það fjarlægist húðina, sem gerir tækið enn hljóðlátara en önnur tæki á markaðnum.

Womanizer Premium

6. Fun Cup

Fun Cup er tíðabikar sem er 100% vegan úr ofnæmisfríu læknasílikoni sem kemur í veg fyrir bakteríumyndun.
Í pakkanum eru 2 mismunandi bikarar, annar fyrir mikið flæði og hinn fyrir minna.
Fun Cups eru sveigðir og mjúkir sem gerir það einstaklega auðvelt að koma þeim vel og þægilega fyrir.
Auðvelt er að þrífa Fun Cups og fylgir með lítil taska til að geyma hann í, fullkomið til að taka hann með hvert sem er. Taskan er úr efni sem hrindir frá sér sýklum og bakteríum.

Fun Cup

7. Nova Svakom

Nova eru fallegar grindarbotnskúlur frá Svakom. Þær eru vandaðar og 100% vatnsheldar og því tilvalið að nota þær t.d á meðan maður fer í sturtu. Þær eru gerðar úr gæða silikoni og koma þrjár saman í pakka. Grindarbotnskúlur eru ekki bara hugsaðar til að styrkja grindarbotnsvöðvann heldur geta þær einnig aukið kynhvöt og kynferðisleg upplifun verður margfalt betri með reglulegum grindarbotnsæfingum.

Nova Svakom

8. Hedy Svakom

Hedy er einnota rúnkmúffa sem kemur í 3 mismunandi mynstrum og gerir rúnkið enn skemmtilegra og betra.

Hedy Svakom

9. Winni Svakom

Winni frá SVAKOM er endurhlaðanlegur typpahringur með titringi. Hann er kraftmikill og er hannaður sérstaklega fyrir pör. Typpahringurinn veitir því báðum einstaklingum unað á sama tíma. Typpahringur auðveldar karlmönnum að halda stinningu og getur veitt dýpri fullnægingu. Einnig getur hann hentað sem egg. Winni kemur með fjarstýringu sem gerir leikinn enn skemmtilegri og auðveldari.

Winni Svakom

10. Foxy Dorr

Foxy er bullet titrari sem þú getur tekið með þér hvert sem er. Þrátt fyrir að vera ekki stór þá er þessi titrari mjög kröftugur og veitir öfluga örvun á snípinn. Hann hefur 5 taktstillingar, er endurhlaðanlegur og sturtuheldur.

Foxy Dorr

Skoða má listann yfir vinsælustu kynlífstækin árið 2019 hér.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Lilja Ósk nýr formaður SÍK

Lilja Ósk Snorradóttir, framkvæmdastjóri og meðeigandi kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus var á fimmtudag kjörin formaður stjórnar Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda,...

Bassafanturinn genginn út

Þröstur Jónsson, fyrrum bassaleikari pönkrokksveitarinnar Mínus, og Martina Klara, eru nýtt par.Parið skráði sig í samband í...