Vögguvísur Hafdísar Huldar sú mest selda

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Plata söngkonunnar Hafdísar Huld, Vöggu­vís­ur, er mest selda plata árs­ins­ 2020. Vögguvísur seld­ist í 3.939 ein­taka sam­kvæmt mæl­ingu Fé­lags Hljóm­plötu­fram­leiðanda.

Í öðru sæti er Kveðja, Bríet eft­ir söng­kon­una Bríeti.

List­inn nær til seldra vínylplatna og geisladiska og streymi er einnig um­reiknað í seld ein­tök. Hvert lag af 10 laga breiðskífu þarf að ná 100 streym­um, eða öll 10 lög­in sam­tals 1.000 streym­um, til að jafn­gilda einu seldu ein­taki af breiðskífu.

Í til­viki geisladiska og vínylplatna er um að ræða smá­sölu í þeim versl­un­um sem taka þátt. Inn í tölurnar vantar nær alla sölu sem á sér stað utan versl­ana, svo sem sölu á tón­leik­um eða beint frá lista­mann­in­um. Þó að tónleikar hafi verið verulega skertir árið 2020, eins og alþjóð veit.

20 mest seldu plötur ársins 2020 eru:

 1. Vöggu­vís­ur – Haf­dís Huld
 2. Kveðja, Bríet – Bríet
 3. Shoot For The Stars Aim For The Moon – Pop Smoke
 4. Af­ter Hours – The Weeknd
 5. WHEN WE ALL FALL ASLEEP, WH­ERE DO WE GO? – Bill­ie Eil­ish
 6. Fine Line – Harry Sty­les
 7. Sátt/​Bury The Moon – Ásgeir
 8. Debus­sy – Rameau – Vík­ing­ur Heiðar Ólafs­son
 9. GDRN – GDRN
 10. Í miðjum kjarn­orku­vetri – JóiPé og Króli
 11. Meet The Woo 2 – Pop Some
 12. Hollywood’s Bleed­in – Post Malone
 13. AF­SAK­AN­IR – Auður
 14. ASTROWORLD – Tra­vis Scott
 15. Dýr­in í Hálsa­skógi – Úr leik­riti
 16. A/​B – Kal­eo
 17. Regn­bog­ans stræti – Bubbi Mort­hens
 18. Di­vinely Un­inspired To A Hell­ish Extent – Lew­is Cap­aldi
 19. Plea­se Excu­se Me For Being Ant­isocial – Rod­dy Ricch
 20. Best gleymdu leynd­ar­mál­in – Hips­um­haps

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -