• Orðrómur

Zumbadans stiginn við lag Daða á gosstöðvunum: „Við erum stoltir aðdáendur“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það styttist all verulega í að Daði og Gagnamagnið stigi á svið í Eurovision, en það gera þau fimmtudaginn 29. Maí á seinna undanúrslitakvöldi keppningar.

Aðdáendur keppninar og Daða geta varla beðið og á meðal þeirra eru FÁSES liðar, eða félagsmenn Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

„Það er er erfitt að hugsa til þess að geta ekki farið til Rotterdam og stutt Daða Frey og Gagnamagnið þar sem þau eiga eftir að fara á kostum. Við í FÁSES vildum óska þess að við gætum verið með ykkur í Rotterdam en í staðinn þá gerum við allt til að deila gleðinni sem þið hafið dreift út um allan heim og brætt okkar hjörtu. Við erum stoltir aðdáendur. Gangi ykkur vel. Við munum dansa með ykkur hérna heima. Bring the crown home!!!“ segir í færslu félagsins, þar sem sjá má nokkra meðlimi þess dansa zumba við lag Daða.

- Auglýsing -

Á meðal þeirra er Flosi Jón Ófeigsson formaður FÁSES og eins og sjá má er dansinn stiginn við gosstöðvarnar í Geldingadal.

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Spánverjar kunna að njóta lífsins

Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og ferðabókahöfundur, hefur iðulega leyft ævintýraþránni að ráða þegar kemur að ferðalögum og búsetuskiptum....

Gríma og Skúli eiga von á öðru barni

Gríma Björg Thor­ar­en­sen, inn­an­húss­hönnuður, og Skúli Mo­gensen, fyrr­ver­andi for­stjóri WOW Air, eiga von á barni í september.„Litli...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -