Zúúber hætt og Svali og Gassi látnir fara: Sigga Lund færð til í starfi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Útvarpsþátturinn Zúuber sem verið hefur í loftinu á Bylgjunni alla föstudaga frá kl. 13-16 er hættur. Tilkynning um það var birt á Facebook-síðu þáttarins fyrr í dag. Samkvæmt heimildum Mannlífs var þeim sagt upp störfum. Í tilkynningu segir þríeykið að ákvörðunin sé þeirra.

„Takk fyrir samfylgdina í vetur, við tókum þá ákvörðun eftir samræður okkar á milli og við fyrirtækið að láta staðar numið sem hópur núna. Sigga heldur sínu striki á Bylgjunni. Takk fyrir að hlusta. Þangað til næst, Svali, Gassi og Sigga.“

Takk fyrir samfylgdina í vetur, við tókum þá ákvörðun eftir samræður okkar á milli og við fyrirtækið að láta staðar…

Posted by Zúúber on Tuesday, February 16, 2021

 

Þáttastjórnendur fengu á sig mikla gagnrýni eftir þátt síðustu viku og umræðu um Valdimar Guðmundsson söngvara. Sylvía, systir hans, vakti athygli á þættinum í færslu á Facebook og sagðist sjá sig knúna til að vekja athygli á hegðun útvarpskonunnar Siggu Lund. Valdimar á von á barni með unnustu sinni en Sigga hæddist að útliti parsins í beinni útsendingu. Sylvía segir Siggu hafa beitt Valdimar ofbeldi í beinni útsendingu.

Sjá einnig: Systir Valdimars sakar Siggu Lund um að hafa beitt hann ofbeldi í beinni

Gestur þáttarins var Erna Kristín Stefánsdóttir, sem vakið hefur athygli á jákvæðri líkamsvitund undir Ernuland. Erna Kristín skrifaði færslu á Facebook í gær og þó hún nefni Zúúber ekki á nafn má ætla að færslan sé rituð í kjölfar þáttarins og gagnrýni á hann.

„Ég hef farið í mörg viðtöl og í flestum þeirra lendir einhver undir í þeim vangaveltunum um betra samfélag og bætta líkamsímynd. Það er ekki í lagi að nota holdafar annarra sem dæmi um þetta eða hitt svo við forréttindapésarnir loksins kveikjum á perunni. Við ætlum ekki að stýra umræðunni þangað að með niðurlægingu í garð annarra fáum við tækifæri á að átta okkur.

Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki verið sterkari til þess að standa fastar uppi fyrir þeim sem verða undir atlægi og líkamar þeirra teknir fyrir sem dæmi eða brandari. Ég ætla ekki að mæta í fleiri viðtöl fyrr en ég veit að ég hef það í mér að mótmæla þegar orðræðan fer inn á það lága plan,” segir Erna Kristín meðal annars í færslu sinni.

Síðan ég byrjaði að tala opið um jákvæða líkamsímynd & líkamsvirðingu þá hef èg sótt mörg viðtöl. Bæði í…

Posted by Ernuland on Saturday, February 13, 2021

 

Áður hefur Gylfi Ásbjörnsson, rekstrarstjóri Barion Bryggjunnar, mætt í þáttinn og snerist samtalið þá að mestu um hvort hann myndi ekki skella sér á stefnumót með Siggu Lund. Gylfi var alls ekki sá eini sem Sigga Lund vildi fara með á stefnumót. Á síðasta ári mætti Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, í þáttinn til að ræða bók sína Vörn gegn veiru. Í stað þess að kryfja það merkilega verk, snerist þátturinn um kynþokka Björns Inga og hvort hann væri nú tilbúinn að skella sér á stefnumót með Siggu Lund

Þátturinn var í umsjón Garðars Ólafssonar (Gassi), Sigvalda Kaldalóns (Svali) og Sigríðar Hermannsdóttur (Sigga Lund). Sú síðasttalda mun halda áfram með eigin þátt á Bylgjunni mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13-16.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

­Ísold og Una Lind eiga von á barni

Parið Ísold Ugga­dóttir, kvik­mynda­gerðar­kona, og Una Lind Hauks­dóttir, mannfræðingur, eiga von á barni. Parið tilkynnti gleðitíðingin í...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -