Skilmálar

Skilmálar þessir eiga við um áskriftir og aðgang að margmiðlunarefni milli Sólartúns ehf. (Kt. 610708-0890) og þeirra aðila sem annars vegar hafa greitt hafa fyrir aðgang að efni sem gjald er tekið fyrir eða þeirra sem nýta sér aðgang að efni sem er án endurgjalds á vefsíðunni mannlif.is og undirsíðum hennar.

Aðgangur að efninu er háð þeirri áskriftarleið sem valin er. Sólartún ehf. áskilur sér rétt til að hefja eða ljúka gjaldtöku vegna efnis sem áður hefur verið birt fyrirvaralaust.

Áskriftir eru eingöngu til einkanota. Óheimilt er að afrita efnið. Óheimilt er að endurbirta efni sem gjald er tekið fyrir. Sólartún áskilur sér rétt til að sækja sér bætur vegna tjóns sem slíkt getur valdið.

Áskrifendur geta sagt áskriftum sínum upp hvenær sem er á notendasíðu sinni á veftv.mannlif.is. Uppsagnir taka þá gildi strax en áskrifandi hefur aðgang að því efni sem áskriftarleiðir hans ná yfir út áskriftartímabilið.

Áskriftargjald þess tímabils sem um er getið í hverri áskriftarleið fyrir sig er innheimt í einu lagi við kaup og rennur út þegar því lýkur.

Sólartún ehf. áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum sínum án fyrirvara.

Sólartún ehf. ber ekki ábyrgð á tjóni eða truflana á þjónustu sem rekja má til óviðráðanlegra ytri atvika, (Force Majeure). Hugtakið „óviðráðanleg ytri atvik“ á við um t.d. stríð, stríðsástand eða sambærilegt ástand, náttúruhamfarir s.s. jarðskjálfta, eldgos, flóð, eld, bruna og aðra náttúrulega viðburði sem Sólartún ehf. hefur hvorki valdið eða haft áhrif á, svo sem verkföll starfsmanna Sólartúns ehf. eða verktaka á vegum Sólartúns ehf., farsóttir eða ástand vegna sjúkdóma sem hindra efndir. Ekki er hér um tæmandi talningu að ræða. Þá ber Sólartún ehf. ekki ábyrgð á gögnum viðskiptavinar sem kunna að hafa glatast vegna fyrrgreindra ástæðna. Telji Sólartún ehf. vera uppi aðstæður sem falli undir „óviðráðanleg ytri atvik“ og ætla má að hafi veruleg áhrif á getu til efnda, mun Sólartún ehf. tilkynna slíkt til viðskiptavina sinna eftir bestu getu.

Sólartún ehf. heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Privacy policy: All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Governing law / Jurisdiction: These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.