Sunnudagur 26. júní, 2022
7.8 C
Reykjavik

Alvotech og Háskóli Íslands í samstarf – Spennandi tímar fram undan

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lyfjafyrirtækið Alvotech, systurfyrirtæki Alvogen, og Háskóli Íslands und­ir­rituðu á dögunum samn­ing sín á milli um aukið sam­starf á sviði ný­sköp­un­ar, rann­sókna og kennslu.

„Það eru mikil forréttindi fyrir þekkingarfyrirtæki eins og Alvotech að vera staðsett innan Vísindagarða HÍ og
fram undan eru spennandi tímar með auknu samstarfi,“ segir Róbert Wessmann. Mynd / Kristinn Ingvarsson

Mark­miðið með samn­ingn­um er að nýta sérþekk­ingu beggja aðila, tækni, krafta og aðstöðu eins og kost­ur er í þágu starfsmanna og nemenda beggja aðila og sam­fé­lags­ins alls. Mikil ánægja er með samninginn og eftirvænting ríkir meðal starfsmanna og nemenda að fá að taka þátt í frekari frumkvöðlastarfi samfélaginu til heilla. Með samningnum verður leitað leiða fyrir þverfaglegt samstarf í kennslu, rannsóknum og nýsköpun en báðir aðilar eru sammála um mikilvægi nýsköpunar fyrir íslenskt atvinnulíf og samfélag.

Forréttindi fyrir Alvotech að vera staðsett innan Vísindagarða HÍ

Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech, sagði ánægjulegt að auka enn frekar samvinnu fyrirtækisins við háskólasamfélagið þar sem aðilar vinni saman að því að móta og þróa menntun fyrir vísindamenn framtíðarinnar. „Það eru mikil forréttindi fyrir þekkingarfyrirtæki eins og Alvotech að vera staðsett innan Vísindagarða HÍ og fram undan eru spennandi tímar með auknu samstarfi,“ segir Róbert Wessmann. ,,Það eru um 12 ár síðan ég hafði þann draum að byggja upp líftæknifyrirtæki á Íslandi og skóflustunguna tókum við síðan í október 2013. Á sínum tíma komu ýmsir staðir til greina fyrir okkar starfsemi, meðal annars Malta, en við ákváðum að byggja þetta upp á Íslandi og sjáum ekki eftir því,“ segir Róbert.

Markmiðið er að efla íslenskt þekkingarsamfélag og auka tengsl háskóla og atvinnulífs

,,Fyrir hönd Háskóla Íslands fagna ég þessu samkomulagi. Markmið Vísindagarða Háskóla Íslands er bæði að efla íslenskt þekkingarsamfélag og auka tengsl háskólastarfsemi og atvinnulífs. Þverfræðilegt samstarf Háskóla Íslands og Alvotech mun bjóða upp á margs konar ný tækifæri í nýsköpun, kennslu og rannsóknum íslensku samfélagi til heilla,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

Rasmus Rojkjaer, forstjóri Alvotech, tekur undir í sama streng og fagnar auknu samstarfi við HÍ. ,,Við sjáum mikil tækifæri til framtíðar fyrir líftæknilyf sem eru nú þegar í hópi söluhæstu lyfja í heiminum í dag. Við sjáum líka fyrir okkur að Ísland geti gegnt mikilvægu hlutverki í framtíðarþróun Alvotech,“ segir Rasmus. Rasmus segir að fyrirtækið sé að ráða til sín um þrjátíu vísindamenn til viðbótar um þessar mundir til að styrkja hóp vísindamanna fyrirtækisins enn frekar. ,,Þegar við horfum til lengri tíma, skiptir máli að eiga náið samstarf við vísindasamfélagið, því við eigum áfram eftir að leita að hæfum sérfræðingum hér á landi,“ segir Rasmus jafnframt.

- Auglýsing -

Alvotech stefnir að því að vera leiðandi á sínu sviði á næstum árum

Ætlunin er að boða enn frekara samstarf á milli aðilanna með þessu samkomulagi og verður í framhaldinu stofnuð sérstök nefnd til þróa leiðir til þess. Einnig er stefnt að því að sérfræðingar Alvotech komi að kennslu við Háskóla Íslands. ,,Alþjóðlegur lyfjamarkaður er á miklum tímamótum um þessar mundir og Alvotech stefnir að því að vera leiðandi á sínu sviði á næstu árum. Ísland mun áfram gegna mikilvægu hlutverki í framtíðarþróun Alvotech og við höfum nú þegar ráðið til okkar um tvö hundruð vísindamenn sem starfa hér á landi. Samhliða auknum umsvifum fyrirtækisins munum við leitast við að ráða enn fleiri sérfræðinga með tækni-, líf- og lyfjavísindabakgrunn og náið samstarf við Háskóla Íslands er mikilvægur hluti af þeim framtíðarplönum,“ segir Rasmus að lokum.

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Alvotech og Háskóla Íslands.
Texti / Sjöfn Þórðardóttir

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -