2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Buddyphones-heyrnartólin – Hönnuð fyrir börn í leik og námi

„Buddyphones-heyrnartólin eru ætluð fyrir börn að 15 ára aldri og eru sérstaklega gerð til að valda ekki heyrnarskaða með hámarksstillingu,“ segir Pétur Hannes Ólafsson, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Onanoff, sem framleiða Buddyphones, heyrnartól sem eru sérsniðin fyrir börn og hafa hlotið miklar vinsældir á nokkrum árum. Vörurnar fást í yfir 60 löndum og bætist Ísland nú í hópinn.

Hugmyndin að Buddyphones-heyrnartólunum kom þegar eiginkona Bjarka Garðarssonar, hins stofnenda Onanoff, var stödd á flugvelli í París með börn þeirra. „Hún var að leita að heyrnartólum fyrir börnin fyrir flugferðina og hringdi í mig til að athuga hvaða vörumerkjum ég mælti með.“

Í kjölfarið sá Pétur að á markaðinum var annars vegar einblínt á útlit frekar en þarfir barna og hins vegar voru heyrnartól í boði sem voru meira ætluð sem leikföng. Lítið var hugsað um tæknilegu atriðin og hljóðstyrk sem hentar fyrir börn.

Pétur Hannes Ólafsson

AUGLÝSING


Fyrirtækið Onanoff var stofnað árið 2014, og komu Buddyphones á markað í Bandaríkjunum árið 2015 og síðan á Evrópumarkað. Buddyphones-heyrnartólin eru seld í yfir 60 löndum en Bandaríkin eru stærsti markaðurinn og fást heyrnartólin meðal annars í öllum verslunum Target-verslunarkeðjunnar. Vöxturinn hefur verið góður, og að sögn Péturs voru átta þúsund stykki seld fyrsta árið en í ár voru þau um sex hundruð þúsund.

Heyrnarskerðing er ekki afturkræf

Buddyphones-heyrnartólin eru sérstaklega gerð til að valda ekki heyrnarskaða með hámarksstillingu. „Heyrn barna er að þroskast upp að 13 ára aldri. Þegar hlustað er á fullum styrk með heyrnartólum sem sett eru í eyru barna byrjar heyrnin að skemmast eftir fimm mínútur og sú heyrnarskerðing er ekki afturkræf,“ segir Pétur. „Tölfræði sýnir að 12,5 prósent barna í Bandaríkjunum eru með varanlegan heyrnarskaða á öðru eða báðum eyrum, sem hægt er að tengja beint við notkun á heyrnartólum. Buddyphones er því að huga að samfélagslegri ábyrgð um leið og við framleiðum heyrnartól sem henta börnum og þeirra þörfum.“

Mörg heyrnartól sem eru og hafa verið til á markaðinum fyrir börn hafa meira snúist um útlit sem er söluvænlegt handa börnum en minna hefur verið hugsað um tæknilegu atriðin og hljóðstyrk sem hentar fyrir börn.

Heyrnartól sem þola hnjask

„Buddyphones eru úr endingargóðu efni og hugsað er út í öll smáatriði. Það má hnoðast með þau eins og börn gera gjarnan með annað dót. Þau þola þetta eðlilega hnjask hjá börnum. Við höfum útgáfu sem er vatnsheld, og má henda í sundlaug eða gleyma þeim heyrnartólum úti í garði, svo dæmi sé tekið, án þess að þau eyðileggist,“ segir Pétur.

„Kaplarnir leyfa að tengja mörg þeirra saman, eru úr efni sem flækist minna. Sumar gerðirnar eru einnig þráðlausar.“

Hægt er að tengja allt að fjögur heyrnartól saman og foreldrar stjórna hljóðstyrknum (e. parental control). Heyrnartólin geta hentað fullorðnum líka þó að þau séu markaðssett fyrir börn. Buddyphones-heyrnartólin hafa unnið til fjölmargra verðlauna, sem festir þau í sessi sem leiðandi vörumerki fyrir börn og í kennslu. „Heyrnartólin eru komin í marga af stærstu skólum í Hong Kong, Kína og Japan, og einnig í bandaríska skóla,“ segir Pétur.

Buddyphones fást í Epli og Elko.

Stúdíó Birtíngur
Í samstarfi við Buddyphones.

Lestu meira

Annað áhugavert efni