Laugardagur 24. september, 2022
10.8 C
Reykjavik

Forysta á Íslandi – er hún einstök?

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fjölmennt var í hófi sem haldið var í tilefni útgáfu bókarinnar Demystifying Leadership in Iceland: An Inquiry into Cultural, Societal, and Entreprenteurial.

Á dögunum gáfu þær Árelía Eydís Guðmundsdótti dósent, Inga Minelgaite lektor, Olga Stangej lektor og Svala Guðmundsdóttir dósent út fræðibók um forystu á Íslandi út frá mörgum sjónarhornum sem ber heitið Demystifying Leadership in Iceland: An Inquiry into Cultural, Societal, and Entreprenteurial. Í tilefni þess var haldið útgáfuhóf þar sem þessum tímamótum var fagnað og sá Svala um að setja hófið sem bar yfirskriftina Forysta á Íslandi – er hún einstök? Jón Gnarr var meðal þeirra sem ávörpuðu samkomuna og fagnaði útgáfu fræðibókarinnar. Fjölmennt var í hófinu og mikil ánægja með framtakið.

Leiðtogafræðin eitt af sterkustu sviðum viðskiptafræða á Íslandi

Finnst ykkur hafa skort fræðilega umfjöllun um forystu á Íslandi? „Áhugi og rannsóknir á forystu á Íslandi hafa vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og myndum við telja að fræðileg umræða innan leiðtogafræða sé að verða eitt af sterkustu sviðum innan viðskiptafræða á Íslandi. Hins vegar má segja að rannsóknir sem eru settar í alþjóðlegt samhengi og umhverfi séu ekki eins algengar. Einnig höfum við fundið fyrir auknum áhuga erlendis frá á íslenskri forystu,“ segir Svala sem er viðmælandi Mannlífs í útgáfuhófinu. Svala segir að helsta einkenni íslenskrar forystu sé seigla, vinnusemi, sveigjanleiki, sköpunarkraftur og þor en líka agaleysi og skortur á langtíma stefnumótun. „Það skortir á aga og eftirfylgni hjá íslenskri forystu og það er eitthvað sem þarf að bæta,“ segir Svala.

Forysta getur útskýrt hegðun einstakra leiðtoga

Hvað fannst ykkur athyglisverðast þegar þið unnuð að efniviði bókarinnar? „Það var mjög spennandi að sjá það spretta upp úr gögnunum að forysta á sviði jafnréttismála, í íþróttum og á öðrum sviðum í íslensku atvinnulífi hefur sameiginleg einkenni. Forysta getur bæði útskýrt hegðun einstakra leiðtoga í ákveðnum aðstæðum, eins og Jóns Gnarr og hans teymis og Róberts Wessman og hans teymis, en hún útskýrir líka í hvaða aðstæðum þeir ná árangri. Með því að skilja leiðtoga skilur maður líka betur fylgjendur eða þá sem starfa með þeim. Hins vegar verður enginn leiðtogi til í tómarúmi, menningin og aðstæður á hverju tímabili og það sem er efst á baugi hverju sinni móta leiðtoga. Forysta er bæði mikilvægt en ekki síður skemmtilegt rannsóknarsvið,“ segir Svala og er afar ánægð með afraksturinn. Bókin er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og Svala er á því að bókin eigi bæði eftir að nýtast vel á erlendri grundu sem og hér heima á Íslandi í háskólanámi. Hún sér fyrir sér að bókin verði nýtt sem kennslubók í leiðtoganámi og MBA-náminu hjá Háskóla Íslands í náinni framtíð. Höfundar munu fylgja bókinni eftir og meðal annars kynna hana í Washington D.C., Shanghaí og Beijing í nóvember nk. Í upphafi næsta árs er síðan ætlunin að fylgja bókinni eftir í Evrópu.

„Forysta getur bæði útskýrt hegðun einstakra leiðtoga í ákveðnum aðstæðum, eins og Jóns Gnarr og hans teymis og Róberts Wessman og hans teymis, en hún útskýrir líka í hvaða aðstæðum þeir ná árangri. Með því að skilja leiðtoga skilur maður líka betur fylgjendur eða þá sem starfa með þeim.“

Á íslensku þýðir bókarheitið Forysta á Íslandi, er hún einstök?: Greining á sérstöðu íslenskrar forystu út frá menningu, félagslegum þáttum og nýsköpun. Bókin er í fjórum hlutum og skiptist í: Forysta og menning, Umbreyting forystu: Frumkvöðlar/nýsköpun, Kyn: Konur og forysta og Forysta í praktík.

- Auglýsing -

Mynd / Hallur Karlsson
Í samstarfi við Háskóla Íslands og Alvogen

 

- Auglýsing -

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -