Frumkvöðlaandi ríkjandi í Vatnsmýrinni

Deila

- Auglýsing -

250 vísindamenn starfa hjá lyfjafyrirtækinu Alvotech.

Hátæknisetur Alvotech er staðsett í hjarta borgarinnar, nánar tiltekið innan Vísindagarða Háskóla Íslands. Hjá fyrirtækinu starfa um 250 vísindamenn af 20 þjóðernum sem hafa það sameiginlega markmið að vinna að uppbyggingu leiðandi fyrirtækis á heimsvísu í þróun og framleiðslu líftæknilyfja (e.biosimilars). Róbert Wessman er stofnandi og stjórnarformaður Alvotech en stór hluti af starfsmönnum fyrirtækisins eru Íslendingar.  Alvotech er systurfyrirtæki samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen sem jafnframt hefur aðsetur í Vatnsmýrinni.

„Hugmyndin að nýju líftæknifyrirtæki vaknaði fyrir um 13 árum síðan en þá sáum við fyrir mikinn vöxt á þessu sviði sem hefur verið raunin. Alvogen hefur verið leiðandi í sölu líftæknilyfja í Mið- og Austur-Evrópu frá árinu 2011 þegar við markaðssettum okkar fyrsta krabbameinslyf. Markmið okkar með stofnun Alvotech var að koma okkur í lykilstöðu á heimsvísu með því að ná utan um allt þróunar – og framleiðsluferlið sjálf og það höfum við nú þegar gert. Það eru mjög fá fyrirtæki í heiminum í dag komin eins vel á veg og Alvotech í þróun á þessum lyfjum og nú styttist óðum í fyrstu klínísku rannsóknir fyrirtækisins,“ segir Róbert.

 ,,Líftæknilyf hafa rutt sér rúms á síðastliðnum árum en þau hafa sérhæfða virkni við meðhöndlun ýmissa alvarlega sjúkdóma eins og krabbameins og gigtar. Alvotech sérhæfir sig í þróun og framleiðslu líftæknilyfja, stundum nefnd hliðstæðulyf, sem koma á markað þegar viðkomandi einkaleyfi frumlyfjanna renna út. Við markaðsetningu lyfjanna lækkar söluverð þeirra umtalsvert og aðgengi sjúklinga eykst.“

Rasmus Rojkjaer, forstjóri Alvotech.

 

Prótín er efniviðurinn í líftæknilyf
Efniðviðurinn í líftæknilyf Alvotech eru prótín sem lifandi frumur framleiða. Frumurnar framleiða prótínin eftir ákveðinni forskrift og hluti af framleiðsluferlinu felur í sér að prótínin eru hreinsuð frá og verða þannig efniviðurinn til lyfjagerðar. Alvotech hefur í dag sjö líftæknilyf í þróun og stefnt er að því að klínískar rannsóknir fyrir fyrstu lyfin hefjist á þessu ári. Tekjur af sölu lyfja fyrirtækisins verða til á Íslandi og geta útflutningstekjur numið tugum milljarða króna á ári.

,,Okkar markmið er að Ísland verði leiðandi í þróun og framleiðslu líftæknilyfja og íslenskt hugvit og markaðsnet Alvogen verði nýtt til að skapa Alvotech. Alþjóðlegur lyfjamarkaður er á miklum tímamótum þar sem söluhæstu og árangursríkustu lyf til meðferðar við alvarlegum sjúkdómum eru líftæknilyf,“ segir Róbert.

 Reynslumiklir sérfræðingar í bland við vísindamenn framtíðarinnar

  • 250 vísindamenn
  • Frá 20 þjóðernum
  • Jöfn skipting kynja

Forstjóri Alvotech er Daninn Rasmus Rojkjaer og leiðir hann öflugt stjórnendateymi fyrirtækisins. Hann býr yfir tuttugu ára reynslu á þessu sviði og gengdi til að mynda stjórnendahlutverki hjá lyfjafyrirtækjunum Novo og Mylan áður en hann gekk til liðs við Alvotech.

“Það er ánægjulegt að fá tækifæri til að taka þátt í að byggja upp nýja starfsemi á Íslandi. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytni og reynslu og höfum ráðið til okkar bæði mjög reynslumikla stjórnendur og líka upprennandi vísindamenn framtíðarinnar,“ segir Rasmus.

Rasmus hefur búið á Íslandi með fjölskyldu sinni frá því að hann réði sig til fyrirtækisins fyrir um tveimur árum. Rasmusi og fjölskyldu hans líkar afar vel á Íslandi og hafa verið fljót að aðlagast.

,,Við elskum Reykjavík. Við höfum búið á fjölmörgum stöðum víðsvegar um heim og erum ótrúlega hrifin af Reykjavík  – ekki of stór en þó samt nóg um að vera og fjölmargt til dægrastyttingar.“  Börnin stunda nám við Landakotsskóla og elska skólann. Yngsta barnið er þegar byrjað að tala íslensku og öllum gengur vel.  ,,Á hverjum virkum morgni fylgi ég börnunum að heiman í skólann. Ég hef aldrei haft tækifæri til þess áður, það er virkilega notalegt að búa við slík forréttindi,“ segir Rasmus.

Lifandi og skapandi fyrirtækjamennning
Róbert segir Íslendinga geta verið í lykilhlutverki þegar kemur að því að skapa nýjan iðnað á sviði líftæknilyfja og skapa tækifæri fyrir vísindamenn framtíðarinnar. „Með því að byggja upp nýjan iðnað sköpum við fjölmörg ný, spennandi og vel launuð hátæknistörf fyrir næstu kynslóð Íslendinga. Uppbygging Alvotech er langtímaverkefni en við höfum alla burði til að verða í fremstu röð á okkar sviði innan fárra ára,“ segir Róbert.

Nú bjóðast störf fyrir reynslumikið fólk sem áður voru ekki í boði hér á landi,“ segir Guðrún.

Alvotech leggur mikið upp úr lifandi og skapandi vinnuumhverfi, þar sem vísindamenn fyrirtækisins vinna að því að koma á markað bestu líftæknilyfjum sem í boði eru. Guðrún Bachman er í hópi sérfræðinga Alvotech og segir hlutverk fyrirtækisins mjög gefandi og að starfsfólk hafi brennandi áhuga á því að taka þátt í þeim breytingum sem eru að eiga sér stað á alþjóðlegum lyfjamarkaði. Markmiðið sé að koma Alvotech í fremstu röð  á sínu sviði á heimsvísu.

Guðrún Bachman hefur starfað hjá Alvotech frá árinu 2014 en hún flutti aftur heim til Íslands frá Danmörku til að starfa hjá fyrirtækinu. Hún er líftækniverkfræðingur og er með doktorsgráðu frá The Institute of Cancer Research U of London í Structural Biology & Biochemistry. „Við vöknum á morgnanna til þess að leggja okkar af mörkum til að aðgengi sjúklinga að líftæknilyfjum aukist og það er ánægjulegt að starfa á alþjóðlegum vinnustað eins og Alvotech. Nú bjóðast störf fyrir reynslumikið fólk sem áður voru ekki í boði hér á landi,“ segir Guðrún.

 Samstarf við UN Women
Starfsmenn systurfyrirtækjanna Alvotech og Alvogen hafa einnig tekið höndum saman og lagt sitt af mörkum til samfélagsins í fjölmörgum verkefnum undanfarin ár. Nú nýverið söfnuðu starfsmenn fyrirtækisins fjármunum fyrir svokölluðum mömmupökkum fyrir nýbakaðar mæður í flóttamannabúðunum í Zataari í Sýrlandi. Auk þess fjármagnaði fyrirtækið ferð UN Women til búðanna og styrkti auglýsingaherferð samtakanna á Íslandi fyrir áramótin. Róbert segir að allt frá stofnun fyrirtækjanna hafi verið lögð rík áhersla á samfélagslega ábyrgð þar sem fyrirtækið styðji við ýmis góðgerðasamtök og íþróttafélög á Íslandi og á erlendum mörkuðum. En það sem er ánægjulegast í þessum verkefnum er að starfsmenn okkar um allan heim leggja líka sitt af mörkum með ýmsum hætti, s.s. vinnuframlagi og fjárframlögum og það sameinar á jákvæðan hátt tilgang og gildi fyrirtækisins og starfsmanna.

Stúdíó Birtingur í samstarfi við Alvotech.
Texti / Sjöfn Þórðardóttir
Myndir / Úr safni Alvogen

 

- Advertisement -

Athugasemdir