• Orðrómur

Gæði og góð þjónusta – þekking og fagmennska

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Við hjá Birgisson leggjum áherslu á gæði, gott verð og frábæra þjónustu,“ segir Þórarinn Gunnar Birgisson, framkvæmdastjóri Birgisson ehf., sem sérhæfir sig í gólfefnum; flísum, viðarparketi og harð- og vínylparketi. Fyrirtækið selur einnig innihurðir og hljóðvistarplötur. Birgisson þjónustar jafnt einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir beint og í nánu samstarfi við arkitekta og innanhússhönnuði.

Fallegt gólfefni frá Birgisson
Mynd / Aðsend

Fjölskyldufyrirtæki byggt á gömlum grunni

- Auglýsing -

„Fyrirtækið byggir á gömlum grunni, faðir minn Birgir, fór út í eigin rekstur 1986. Hann var uppalinn í Teppalandi, þar sem hann kynntist gólfefnabransanum og fór síðan um þrítugt í eigin rekstur. Birgisson fagnaði 10 ára afmæli núna í febrúar,“ segir Þórarinn. Fjölskyldan hefur rekið gólfefnaverslun í Ármúla 8 síðan 1989 og koma margir viðskiptavinir aftur og aftur. Starfsmenn Birgisson búa yfir mikilli reynslu og þekkingu og hafa flestir starfsmenn starfað þar í fjölda ára.

„Við erum með starfsmenn sem hafa unnið hjá fjölskyldunni í yfir 20 og 30 ár og nokkra sem hafa verið yfir 10 ár hjá okkur. Reynsla og sérhæfing starfsmanna er mikil og við getum svarað flestum spurningum sem upp koma. Við leggjum mikið upp úr því að viðskiptavinir fái góða þjónustu og erum með mikið vöruúrval á lager.“

Samskipti við birgja eru einnig byggð á traustum grunni. „Við eigum til dæmis 35 ára gamalt samstarf við þann elsta. Flísarnar koma frá Florim á Ítalíu og Buchtal í Þýskalandi, Kährs-viðarparketið frá Svíþjóð, Ringo-innihurðirnar frá Þýskalandi og Kronotex-harðparketið frá Þýskalandi og Sviss.

- Auglýsing -

 

Gólfefnamarkaður á Íslandi stór

- Auglýsing -

Að sögn Þórarins er gólfefnamarkaðurinn á Íslandi mjög stór miðað við höfðatölu. „Íslendingar eru framarlega þegar kemur að því að hanna og breyta heima hjá sér. Það er mikið um að fólk sem kaupir fasteign hanni hana eftir eigin höfði og við erum gjörn á að skipta um gólfefni og innihurðir. Hjá Birgisson bjóðum við upp á vörur sem spanna allt verðbilið.“

„Litirnir í viðarparketi, harðparketi og vínyl eru þessir ljósu klassísku skandinavísku litir í takti við grábrúna liti. Eins og er með strauma í innréttingum þá eru litirnir að færast úr svörtu yfir í ljósbrúna og út í dökkbrúna og reykta eik í gólfefnum. Í flísunum hefur marmaraútlit og terraso, verið vinsælt og sígilt, jafnframt þessir gráu tónar, frá ljósgráu út í brúngráan. Við erum að færast aftur í sandgráa liti, svona aðeins flatari flísar. Hér á Íslandi hafa það alltaf verið þessir gráu tónar sem eru ríkjandi. Og litirnir sem við sækjum út í náttúruna,“ segir Þórarinn og bendir á þá skemmtilegu staðreynd að flís er ekki bara flís.

„Flís er ekki lengur bara flís, heldur eru flísar notaðar sem borðplötuefni, í skápafronta og innréttingar og sem utanhússklæðning. Á síðustu árum eru flísarnar líka að verða stærri og stærri, fyrir örfáum árum voru 30 x 60 cm algengast, í dag eigum við margar flísar á lager í stærðinni 80 x 80 cm og flísarnar eru fáanlegar í allt að 160 x 320 cm.“

Birgisson leggur ekki aðeins áherslu á góða þjónustu við kaupin, heldur að viðskiptavinir séu ánægðir með allt ferlið. „Það er okkur mikilvægt að fólk sé ánægt í öllu ferlinu, bæði við afgreiðslu, á lager og við endanlega niðurstöðu. Við bendum því á aðila sem eru faglærðir til að leggja gólfefnið af því fyrir okkur er mikilvægt að rétt sé lagt á gólfin hvort sem það er parket eða flísar. Það er okkar hagur að fólk hafi faglærða iðnaðarmenn með sér.“

Þórarinn Gunnar Birgisson
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Umhverfisvottun sífellt mikilvægari

Það er ekki nóg að fylgjast með stefnum og straumum í vöruframboði heldur verða kröfur um uppruna og umhverfisvottanir æ meiri. „Umhverfisstefna verður sífellt mikilvægari fyrir fyrirtæki og að þau hugi að sínu kolefnisspori. Við reynum einnig að leggja okkar af mörkum í að minnka kolefnisspor fyrirtækisins, þetta gerum við m.a. með flokkun á úrgangi og með því að koma öllu okkar plasti í umhverfisvæna endurvinnslu hjá Pure North Recycling í Hveragerði.“

„Allt okkar harðparket er umhverfisvottað með Bláa englinum og viðarparketið er Svansvottað,“ segir hann. „Umhverfismál eru í brennidepli í okkar hugsun. Við höfum sömuleiðis lagt ríka áherslu á gott hljóðdempandi undirlag undir gólfefni og nýbreytni hjá okkur í þeim efnum er umhverfisvottuð framleiðsla á undirlagi.“

Mynd / Aðsend

Mynd / Aðsend

Hljóðvist orðin mikilvægari

Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að fólk er mun meira heima hjá sér og margir hafa nýtt tímann til að fara í framkvæmdir heima við. „Það varð algjör sprenging í fyrra og mér sýnist verða áframhald á því. Í takti við að fólk er meira heima þá er það farið að hugsa meira um hljóðvist heima hjá sér. Við höfum verið að selja mikið af hljóðvistarplötum, en hljóðvistarhönnun er orðin áberandi í dag, bæði í einbýlis- og fjölbýlishúsum. Fólk er að breyta og taka niður veggi og allt þetta gerir það að verkum að hljóðdempun verður ekki sú sama og áður,“ segir Þórarinn. Við eigum til á lager rimlalot og veggklæðningar frá danska framleiðandanum AcuWood. Plöturnar koma í 60 x 240 cm í mörgum litum og eru einfaldar í uppsetningu. Plöturnar geta bætt hljóðvistina um um allt að 50 prósent sem er með því betra sem gerist í hljóðdempun á markaðnum.

Hljóðvistarhönnun er orðin áberandi í dag Mynd / Aðsend

Hjá Birgisson fæst úrval af hljóðvistarplötum Mynd / Aðsend

Birgisson er í Ármúla 8, Reykjavík. Opið er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18, föstudaga kl. 9-17 og laugardaga kl. 11-15. Allar upplýsingar má finna á heimasíðu Birgisson, síma 516-0600 og með tölvupósti á [email protected].

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Birgisson.

Mynd / Aðsend

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Góð þjónusta fagfólks ómetanleg

„Við setjum viðskiptavininn í fyrsta sæti,“ segir Kristinn Sigurbjörnsson, löggiltur fasteignasali og annar eigandi ALLT fasteignasölu. Fasteignasalan...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -